Knattspyrnumaðurinn Örvar Logi Örvarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna.
Örvar Logi er uppalinn hjá félaginu og hefur verið í stóru hlutverki undanfarin ár. Hann hefur leikið 61 leik í efstu deild og byrjað báða leiki liðsins á þessu tímabili.
Örvar Logi tók eitt tímabil á láni hjá Grindavík árið 2022.
Stjarnan fer vel af stað í Bestu deildinni en liðið er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.