Með hópinn til að taka næsta skref

Arna Eiríksdóttir.
Arna Eiríksdóttir. mbl.is/Ólafur Árdal

„Okk­ur líst ótrú­lega vel á kom­andi tíma­bil og það er kom­inn spenn­ing­ur í alla,“ sagði Arna Ei­ríks­dótt­ir, fyr­irliði FH, í sam­tali við mbl.is um kom­andi tíma­bil í Bestu deild­inni í fót­bolta.

„Við byrj­um fyrr en áður og við erum ný­komn­ar úr vel heppnaðri æf­inga­ferð á Spáni þar sem var mjög huggu­legt. Við erum mjög spennt­ar,“ bætti hún við.

FH kom mörg­um á óvart og endaði í sjötta sæti Bestu deild­ar­inn­ar sem nýliði árið 2023. Liðið endaði í sama sæti á síðasta ári en Arna vill taka næsta skref í ár og gera bet­ur eft­ir að deild­inni er skipt fyr­ir lokaum­ferðirn­ar.

„Ég held við séum klár­lega með leik­manna­hóp­inn til að taka næsta skref. Síðustu tvö tíma­bil hafa verið á pari miðað við vænt­ing­ar fram að skipt­ingu. Það hef­ur gengið verr eft­ir skipt­ingu. Það er klárt mark­mið að gera bet­ur þar.

Við erum bún­ar að fá ótrú­lega flott­ar styrk­ing­ar og svo eru þess­ar ungu sem stigu sín fyrstu skref í fyrra til­bún­ar að taka meiri ábyrgð. Þær eru klár­ar að gera sig meira gild­andi í deild­inni. Leik­manna­hóp­ur­inn okk­ar er rosa­lega flott­ur fyr­ir kom­andi tíma­bil,“ sagði Arna.

FH var í sjö­unda sæti í spá Morg­un­blaðsins sem var birt í fimmtu­dags­blaðinu. Liðið byrj­ar tíma­bilið á úti­velli gegn Val í kvöld klukk­an 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert