Skagfirðingar betri í landsbyggðarslagnum

María Dögg Jóhannesdóttir skorar sigurmarkið.
María Dögg Jóhannesdóttir skorar sigurmarkið. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tinda­stóll fékk nýliða FHL í heim­sókn í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu á Sauðár­króksvelli í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti í 30 ár sem lið frá Aust­ur­landi er í efstu deild kvenna, heima­kon­ur á sínu 3. tíma­bili í Bestu deild­inni.

Spennu­stigið var hátt í fyrri hálfleikn­um og kom það mikið niður á gæðum leiks­ins, mikið um bar­áttu og krafs út um all­an völl. Nokk­ur hálf­færi voru hjá báðum liðum en ekk­ert eig­in­legt dauðafæri. Þrátt fyr­ir það var fyrri hálfleik­ur­inn ágæt­is skemmt­un og mikið líf var í báðum liðum.

Seinni hálfleik­ur­inn byrjaði á svipaðan hátt og sá fyrri endaði. Hins veg­ar í kring­um 60. mín­útu átti Woods góðan sprett upp all­an völl­inn og var kom­in í gegn en náði ekki skoti, marks­pyrna var dæmd. Við þetta kviknaði á heima­kon­um og þær þrýstu gest­un­um neðar og neðar og tóku öll völd. Það var svo á 71. mín­útu sem Tinda­stóll komst yfir.

Woods fékk bolt­ann inn í teig, lék á varn­ar­mann FHL og kom bolt­an­um á fjær­stöng­ina þar sem María Björg mætti og settti bolt­ann í netið. Staðan var 1:0 fyr­ir Tinda­stól.

Eft­ir markið hafði Tinda­stóll góða stjórn á leikn­um og FHL var í raun aldrei ná­lægt því að jafna. Bæði lið komust í ágæt­is stöður en án þess að skapa sér al­menni­leg færi. Gest­irn­ir komust næst því á 78. mín­útu þegar þær fengu horn­spyrnu. Það var góð spyrna inn á teig en þær náðu ekki að koma bolt­an­um í markið.

1:0-sig­ur Tinda­stóls var staðreynd og var hann fylli­lega verðskuldaður. Heima­kon­ur voru miklu betri í seinni hálfleik og héldu út leik­inn og sigldu þessu heim. FHL átti ágæt­is spretti í leikn­um en það fjaraði dá­lítið und­an þessu hjá þeim í seinni hálfleik.

Lara Margrét Jónsdóttir og Björg Gunnlaugsdóttir eigast við í kvöld.
Lara Mar­grét Jóns­dótt­ir og Björg Gunn­laugs­dótt­ir eig­ast við í kvöld. Ljós­mynd/​Jó­hann Helgi Sig­mars­son
Tinda­stóll 1:0 FHL opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert