Fylkismenn fengu þrjú rauð spjöld þegar liðið tapaði fyrir Kára, 2:1, í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í fótbolta á Akranesi í dag.
Fylkir komst yfir á 20. mínútu þökk sé sjálfsmarki en á 33. mínútu fékk Ragnar Bragi Sveinsson rautt spjald og á þeirri 45. fékk Eiður Aron Wöhler rautt.
Káramenn jöfnuðu metin á 65. mínútu, þá tveimur fleiri, en jöfnunarmarkið skoraði Hektor Bergmann Garðarsson.
Sigurmark Kára kom síðan á 89. mínútu leiksins en það skoraði Þór Llorens Þórðarson, 2:1.
Undir blálok leiks fékk síðan Guðmundur Tyrfingsson einnig rautt spjald og enduðu Fylkismenn því átta á vellinum.
Gabríel Aron Sævarsson skoraði þá sigurmark Keflavíkur í sigri á Leikni úr Reykjavík, 1:0, í Keflavík.
Markið kom á 23. mínútu og þar við sat.
Þá vann Afturelding stórsigur á Hetti/Huginn, 5:0, í Mosfellsbæ. Mörk Aftureldingar skoruðu Elmar Kári Enesson Cogic, Enes Þór Enesson Cogic, Aron Elí Sævarsson, Hrannar Snær Magnússon og Arnór Gauti Ragnarsson.
Önnur úrslit:
Víkingur Ólafsvík - Úlfarnir 7:1