Fylkir fékk þrjú rauð – Víkingur skoraði sjö

Eyþór Aron Wöhler, t.v, er einn þeirra sem fékk rautt …
Eyþór Aron Wöhler, t.v, er einn þeirra sem fékk rautt spjald. mbl.is/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Fylk­is­menn fengu þrjú rauð spjöld þegar liðið tapaði fyr­ir Kára, 2:1, í 32-liða úr­slit­um bik­ar­keppn­inn­ar í fót­bolta á Akra­nesi í dag. 

Fylk­ir komst yfir á 20. mín­útu þökk sé sjálfs­marki en á 33. mín­útu fékk Ragn­ar Bragi Sveins­son rautt spjald og á þeirri 45. fékk Eiður Aron Wöhler rautt. 

Kára­menn jöfnuðu met­in á 65. mín­útu, þá tveim­ur fleiri, en jöfn­un­ar­markið skoraði Hektor Berg­mann Garðars­son. 

Sig­ur­mark Kára kom síðan á 89. mín­útu leiks­ins en það skoraði Þór Ll­or­ens Þórðar­son, 2:1.

Und­ir blálok leiks fékk síðan Guðmund­ur Tyrf­ings­son einnig rautt spjald og enduðu Fylk­is­menn því átta á vell­in­um. 

Gabrí­el skoraði sig­ur­markið  

Gabrí­el Aron Sæv­ars­son skoraði þá sig­ur­mark Kefla­vík­ur í sigri á Leikni úr Reykja­vík, 1:0, í Kefla­vík. 

Markið kom á 23. mín­útu og þar við sat. 

Þá vann Aft­ur­eld­ing stór­sig­ur á Hetti/​Hug­inn, 5:0, í Mos­fells­bæ. Mörk Aft­ur­eld­ing­ar skoruðu Elm­ar Kári Enes­son Cogic, Enes Þór Enes­son Cogic, Aron Elí Sæv­ars­son, Hrann­ar Snær Magnús­son og Arn­ór Gauti Ragn­ars­son.

Önnur úr­slit: 

Vík­ing­ur Ólafs­vík - Úlfarn­ir 7:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert