ÍBV fór illa með Víkinga

Daníel Hafsteinsson í deildarleik liðanna á dögunum.
Daníel Hafsteinsson í deildarleik liðanna á dögunum. Ljósmynd/Kristinn Steinn

ÍBV gerði sér lítið fyr­ir og sigraði Vík­ing, 3:0, á heima­velli í 32-liða úr­slit­um bik­ar­keppni karla í fót­bolta í Vest­manna­eyj­um í dag. 

Eyja­menn fengu hættu­legri færi í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér opin færi. Vík­ing­ar sköpuðu sér lítið og var staðan í hálfleik því marka­laus.

Það breytt­ist á 47. mín­útu er Omar Sowe skoraði eft­ir góðan sam­leik við Oli­ver Heiðars­son. Sowe af­greiddi bolt­ann vel í blá­hornið úr teign­um eft­ir send­ingu frá Oli­ver.

Oli­ver átti einnig þátt í öðru mark­inu á 54. mín­útu en það gerði Alex Freyr Hilm­ars­son með góðu skoti úr teign­um eft­ir send­ingu frá Oli­ver.

Eyja­menn voru ekki hætt­ir því Sowe gerði sitt annað mark og þriðja mark ÍBV á 69. mín­útu með skalla af stuttu færi eft­ir fyr­ir­gjöf frá Alex.

ÍBV fær kjörið tæki­færi til að skora fjórða markið á 85. mín­útu en Bjarki Björn Gunn­ars­son skaut fram­hjá úr víti og urðu mörk­in því ekki fleiri.

ÍBV 3:0 Vík­ing­ur R. opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert