ÍBV gerði sér lítið fyrir og sigraði Víking, 3:0, á heimavelli í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta í Vestmannaeyjum í dag.
Eyjamenn fengu hættulegri færi í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér opin færi. Víkingar sköpuðu sér lítið og var staðan í hálfleik því markalaus.
Það breyttist á 47. mínútu er Omar Sowe skoraði eftir góðan samleik við Oliver Heiðarsson. Sowe afgreiddi boltann vel í bláhornið úr teignum eftir sendingu frá Oliver.
Oliver átti einnig þátt í öðru markinu á 54. mínútu en það gerði Alex Freyr Hilmarsson með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Oliver.
Eyjamenn voru ekki hættir því Sowe gerði sitt annað mark og þriðja mark ÍBV á 69. mínútu með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Alex.
ÍBV fær kjörið tækifæri til að skora fjórða markið á 85. mínútu en Bjarki Björn Gunnarsson skaut framhjá úr víti og urðu mörkin því ekki fleiri.
ÍBV | 3:0 | Víkingur R. |
Opna lýsingu ![]() ![]() |
![]() ![]() |
---|---|---|---|---|
90. mín. Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.) fer af velli | ||||
Augnablik — sæki gögn... |