Alltaf skrítið að spila við KA

Bjarni Mark Antonsson var kátur í leikslok.
Bjarni Mark Antonsson var kátur í leikslok. mbl.is/Eyþór Árnason

Bjarni Mark Ant­ons­son leikmaður Vals var kát­ur er hann ræddi við mbl.is eft­ir 3:1-sig­ur liðsins á KA í Bestu deild­inni í fót­bolta í kvöld.

„Við gerðum það sem við erum góðir í vel. Við refsuðum, héld­um skipu­lag­inu og vor­um klár­ir að vinna bolt­ann. Við erum með gæðal­eik­menn sem eru góðir að refsa,“ sagði Bjarni um frammistöðu Vals og hélt áfram:

„Það er ekk­ert sjálfsagt að vinna 3:1. Mér finnst umræðan oft þannig að það sé sjálfsagt að Val­ur vinni, en það er það ekki. Við gerðum ógeðslega vel og unn­um bikar­meist­ar­ana 3:1. Þetta var þroskuð frammistaða,“ sagði hann.

Sig­ur­inn var sá fyrsti hjá Val í deild­inni á tíma­bil­inu og hann var kær­kom­inn. „Al­veg 100 pró­sent. Þegar þrír leik­ir eru bún­ir og við ekki með sig­ur þá er kom­in pressa.“

Bjarni hrósaði Jónatan Inga Jónssyni í hástert.
Bjarni hrósaði Jónatan Inga Jóns­syni í há­stert. mbl.is/​Karítas

Jónatan Ingi Jóns­son átti stór­leik í kvöld, skoraði tvö mörk, ógnaði mikið og sinnti auk þess varn­ar­leikn­um vel.

„Hann er geggjaður og fyrst og fremst frá­bær mann­eskja. Hann er auðmjúk­ur. Í lok leiks var hann að verj­ast og taka tæk­ling­ar. Við sögðum í hálfleik að Jónatan og Tryggvi væru lyk­il­menn í að við fær­um að verj­ast bet­ur.

Þú sérð hvað Jónatan er að gera í hverj­um ein­asta leik. Samt er hann kom­inn til baka á 75. mín­útu að verj­ast og berj­ast. Ég get ekki hrósað hon­um nógu mikið,“ sagði Bjarni um liðsfé­laga sinn.

Bjarni lék með KA frá 2012 til 2014 og svo aft­ur 2018. Hann viður­kenndi að það væri skrítið að mæta sínu gamla liði.

„Það er alltaf skrítið. KA er alltaf mitt lið. Þegar leik­ur­inn er byrjaður gleym­ir maður því smá. Fyr­ir leik er alltaf skrítið,“ sagði hann.

Bjarni spilaði sem miðvörður í kvöld en hann hef­ur leyst af hinar ýmsu stöður í upp­hafi tíma­bils.

„Við erum í smá veseni vegna banna og meiðsla. Þetta var fjórði leik­ur­inn og ég er ekki bú­inn að spila sömu stöðu í nein­um þeirra. Það er flott að geta verið sá gæi en það væri betra að hafa þetta í meiri rútínu,“ sagði hann.

En verður hann þá fram­herji í næsta leik?

„Draum­ur­inn er að vera nýi Mikel Mer­ino. Að ég endi frammi í lok tíma­bils og komi með mörk­in,“ sagði Bjarni létt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert