Breiðablik stal sigrinum á lokamínútunum

Blikar fagna eftir að Kristinn Steindórsson kom þeim yfir í …
Blikar fagna eftir að Kristinn Steindórsson kom þeim yfir í leiknum í kvöld. mbl.is/Karítas

Breiðablik vann drama­tísk­an sig­ur gegn Stjörn­unni, 2:1, í Bestu deild karla í knatt­spyrnu á Kópa­vogs­velli í kvöld.

Úrslit­in þýða að Breiðablik er í þriðja sæti með sex stig, jafn­mörg stig og Stjarn­an í fjórða sæti.

Viður­eign­in byrjaði afar ró­lega. Stjarn­an var hættu­legri á fyrstu mín­út­un­um en náði ekki að skapa sér færi.

Á 28. mín­útu tók Breiðablik for­yst­una eft­ir mark frá Kristni Stein­dórs­syni. Eft­ir mik­inn darraðardans í teign­um datt bolt­inn fyr­ir Krist­in sem átti skot í Kjart­an Má Kjart­ans­son og þaðan í fjær­hornið.

Í kjöl­farið náði Breiðablik góðri stjórn á leikn­um. Val­geir Val­geirs­son fékk gott færi til að bæta í for­ystu Blika en hann negldi bolt­an­um hátt yfir markið.

Staðan í hálfleik var 1:0, Breiðabliki í vil.

Stjarn­an byrjaði síðari hálfleik­inn af krafti og á 50. mín­útu jafnaði Örvar Eggerts­son met­in. Daní­el Finns Matth­ías­son þræddi Örvar í gegn sem skoraði með skoti úr fyrstu snert­ingu.

Óli Val­ur Ómars­son var hárs­breidd frá því að koma Blik­um yfir á 65. mín­útu. Óli fékk bolt­ann vinstra meg­in í teign­um, leitaði inn á hægri fót sinn og átti síðan skot í stöng­ina.  

Tobi­as Thomsen átti skalla í slá á 85. mín­útu eft­ir góða fyr­ir­gjöf frá Óla Vali. Skömmu síðar átti Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son fyr­ir­gjöf á Thomsen en að þessu sinni varði Árni Snær Ólafs­son skalla hans.

Í upp­bót­ar­tíma skoraði Hösk­uld­ur sig­ur­mark Blika með góðu skoti. Arn­ór Gauti Jóns­son vann bolt­ann of­ar­lega á vell­in­um, kom hon­um á Hösk­uld sem átti frá­bært skot í vinstra hornið.

Fleiri urðu mörk­in ekki og lok­aniðurstaða því 2:1-sig­ur Breiðabliks.

 

Breiðablik 2:1 Stjarn­an opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert