Davíð Smári elskar varnarleik

Davíð Smári Lamude á hlíðarlínunni í Akraneshöllinni í kvöld.
Davíð Smári Lamude á hlíðarlínunni í Akraneshöllinni í kvöld. Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson

„Til­finn­ing­in er mjög góð. Það eru all­ir voða glaðir og þetta voru erfið en góð þrjú stig,“ sagði Gunn­ar Jón­as Hauks­son, miðjumaður Vestra, eft­ir sterk­an 2:0-sig­ur liðsins á ÍA í Bestu deild­inni í knatt­spyrnu í Akra­nes­höll­inni í kvöld.

Gunn­ar Jón­as lék síðari hálfleik­inn og var ekki í vafa um hvað hafi skapað sig­ur Vestra í kvöld.

„Það var liðsandi og sam­heldni. Það voru all­ir til­bún­ir til þess að deyja fyr­ir hvern ann­an. Það voru all­ir til­bún­ir í verk­efnið,“ sagði hann í sam­tali við mbl.is eft­ir leik.

Gunnar Jónas Hauksson í leik með Vestra.
Gunn­ar Jón­as Hauks­son í leik með Vestra. mbl.is/​Eyþór

Við elsk­um hann líka

Leik­ur­inn var óaðfinn­an­lega sett­ur upp af Davíð Smára Lamu­de þjálf­ara þar sem leik­skipu­lagið gekk full­kom­lega eft­ir.

„Já, al­gjör­lega. Hann elsk­ar varn­ar­leik og við elsk­um hann líka. Það er hel­víti sterkt að vera fast­ur fyr­ir í vörn og svo vit­um við að það koma mörk hjá okk­ur nán­ast í hverj­um ein­asta leik. Svo lengi sem þú spil­ar vörn­ina nógu and­skoti vel þá koma mörk­in,“ sagði Gunn­ar Jón­as.

Vestri er eft­ir sig­ur­inn á toppi Bestu deild­ar­inn­ar en miðjumaður­inn sagði Vestra­menn ekki að fara fram úr sér.

„Það er bara næsti leik­ur. Hann er gegn Breiðabliki á heima­velli og það verður mjög erfiður leik­ur. Haus­inn verður sett­ur niður fyr­ir þann leik og svo höld­um við bara áfram í þann næsta og svo þann næsta,“ sagði Gunn­ar Jón­as að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert