„Stoltur og hreykinn“

Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson. mbl.is/Ólafur Árdal

„Maður er bara stolt­ur og hreyk­inn af liðinu fyr­ir frá­bæra frammistöðu all­an leik­inn,“ sagði Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son, fyr­irliði Breiðabliks, eft­ir 2:1-sig­ur liðsins gegn Stjörn­unni í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í kvöld.

Hvernig fannst þér frammistaða liðsins í kvöld?

„Mér fannst hún virki­lega góð og gott frum­kvæði sem við tök­um eft­ir fyrstu tíu mín­út­urn­ar. Þær voru smá liðin að þreifa fyr­ir sér og þeir eru með skemmi­leg­ar hreyf­ing­ar og eru bara erfiðir.

Mér fannst við heilt yfir vera með frum­kvæðið og stjórn­ina í þess­um leik. Við fáum óend­an­lega mikið af góðum stöðum sem við för­um ekki nógu vel með og svo fer þetta í slána og stöng­ina. Ég á fjög­ur skot yfir markið, halla sér yfir bolt­ann, takk. En þetta var mjög góð frammistaða fyrst og síðast.“

Hvernig var til­finn­ing­in að skora sig­ur­markið al­veg í blá­lok­in? 

„Hún var mjög gef­andi og skemmti­leg, góður svona hápunkt­ur í lok­in og gam­an að fara að fagna með stúk­unni og rífa aðeins upp stemn­ing­una í lok­in.“

Breiðablik fer til Ísa­fjarðar og mæt­ir Vestra í næsta leik á sunnu­dag­inn.

„Það er djöf­ulli erfitt verk­efni. Við fund­um fyr­ir því fyr­ir ári síðan þegar við átt­um jafn­tefli í erfiðum leik. Þeir eru kraft­mikl­ir á sín­um heima­velli og Davíð er bú­inn að drilla hel­víti öfl­ugt varn­ar­lið sem er hættu­legt í skynd­isókn­um. Það er bara leik­ur sem við þurf­um að taka al­var­lega eins og öll­um í þess­ari deild,“ bætti Hösk­uld­ur við í lok­in.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert