„Þeir eru ógeðslega erfiðir“

Hlynur Sævar Jónsson.
Hlynur Sævar Jónsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Hlyn­ur Sæv­ar Jóns­son, miðvörður ÍA, var að von­um svekkt­ur með 0:2-tap fyr­ir Vestra í Bestu deild­inni í knatt­spyrnu í Akra­nes­höll­inni í kvöld en hrósaði and­stæðing­un­um fyr­ir sína frammistöðu.

„Mér fannst við byrja gríðarlega sterkt og hafa öll tök á leikn­um fyrstu 10-15 mín­út­urn­ar. Svo fá þeir smá meðbyr og þeir eru bara ógeðslega erfiðir, sér­stak­lega þegar þeir kom­ast yfir.

Þetta er erfitt og sterkt lið og þeir refsuðu okk­ar gríðarlega vel. Það er bara kred­it á þá og við verðum að gera bet­ur,“ sagði Hlyn­ur Sæv­ar í sam­tali við mbl.is eft­ir leik.

Hann sagði ekk­ert hafa komið Skaga­mönn­um á óvart í leik Vestra í kvöld.

„Alls ekki. Við viss­um al­veg að þeir yrðu fast­ir fyr­ir og myndu setja langa bolta fram á okk­ur sem við mynd­um þurfa að fást við. Því miður vor­um við und­ir í því.“

Oliver Stefánsson, Johannes Björn Vall og Rúnar Már Sigurjónsson í …
Oli­ver Stef­áns­son, Johann­es Björn Vall og Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son í leikn­um í kvöld. Ljós­mynd/​Jón Gaut­ur Hann­es­son

Eng­in upp­gjöf hjá Skaga­mönn­um

Þrátt fyr­ir að vera miðvörður fékk Hlyn­ur Sæv­ar flest af þeim góðu fær­um sem ÍA skapaði sér í leikn­um í kvöld. Viður­kenndi hann svekk­elsi yfir því að skora ekki.

„Já, ég er mjög svekkt­ur. Ég fæ nátt­úr­lega dauðafæri á sjöttu mín­útu. Svo fékk ég nokk­ur færi til viðbót­ar og ég á alltaf að setja eitt­hvað af þessu í netið. Því miður þá gekk það ekki í dag,“ sagði Hlyn­ur Sæv­ar.

Eft­ir tvö töp í deild­inni í röð eru Skaga­menn síður en svo af baki dottn­ir.

„Við höld­um áfram. Það er nátt­úr­lega það langt eft­ir. Við erum með gott lið og trú­um á það sem við erum að gera.

Það er bara að rífa sig áfram og halda áfram. Það er alls eng­in upp­gjöf hjá Skaga­mönn­um og hef­ur aldrei verið,“ sagði hann ákveðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert