Þeir spiluðu í rauninni handboltavörn

Eiður Gauti Sæbjörnsson framherji KR fer framhjá Ahmad Faqa varnarmanni …
Eiður Gauti Sæbjörnsson framherji KR fer framhjá Ahmad Faqa varnarmanni FH í leiknum í kvöld. mbl.is/Karítas

„Það er fúlt að fá bara eitt stig úr þess­um leik úr því sem komið var, við vor­um ein­um fleiri í rúm­an hálf­tíma. Þeir spiluðu í raun­inni hand­bolta­vörn og bara hrós á FH að halda þessu," sagði Gyrðir Hrafn Guðbrands­son, varn­ar­maður KR.

Hann kom inn á sem varamaður eft­ir kort­ers leik í 2:2 jafn­tefli sinna manna gegn FH í Kaplakrika í 3. um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar í kvöld.

Heima­menn fengu rautt spjald þegar skammt var liðið á síðari hálfleik í stöðunni 1:1 en bæði lið skoruðu sitt­hvort markið eft­ir að FH urðu manni færri. KR-ing­ar freistuðu þess að sækja sinn fyrsta sig­ur og voru mikið með bolt­ann við víta­teig FH en vörn heima­manna stóð þétt sam­an.

„Við erum svekkt­ir að fara heim bara með eitt stig en það er alltaf erfitt að koma í Krik­ann enda þekki ég þenn­an völl vel eft­ir að hafa spilað með FH."

Gyrðir Hrafn lék með FH áður en hann gekk til liðs við KR síðasta sum­ar og var ánægður með grasið og sér­stak­lega starfs­menn FH.

„Ég vil líka hrósa starfs­mönn­um FH fyr­ir völl­inn, hann er mjög flott­ur miðað við árs­tíma, blaut­ur og vel hægt að spila fót­bolta."

KR er, eins marg­ir vita, að skipta um und­ir­lag á sín­um heima­velli að Meist­ara­völl­um og þá verður gervi­gras lagt á aðal­vell­in­um. Vest­ur­bæj­ar­fé­lagið hef­ur verið að spila sína heima­leiki á gervi­grasvelli Þrótt­ara og hef­ur kunnað best við sig á gervi­grasi og því spratt smá umræðu í aðdrag­anda þessa leiks um hvernig liðið myndi tækla þetta verk­efni.

„Við ákváðum að láta völl­inn ekki hafa áhrif á okk­ur. Við kom­um hingað til að spila okk­ar bolta og vera trú­ir því sem við stönd­um fyr­ir. Þannig að við ætluðum ekki að láta völl­inn trufla okk­ur, hann var góður, smá hólótt­ur en það er ekki hægt að kenna vell­in­um um eitt eða neitt. Við hefðum átt að taka þrjú stig," sagði Gyrðir Hrafn að lok­um í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert