Þurfum að fara í naflaskoðun

Ívar Örn Árnason
Ívar Örn Árnason mbl.is/Ólafur Árdal

„Þetta var alls ekki góð frammistaða í kvöld, því miður,“ sagði Ívar Örn Árna­son fyr­irliði KA í sam­tali við mbl.is eft­ir að liðið tapaði fyr­ir Val, 3:1, á úti­velli í 3. um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar í fót­bolta í kvöld.

„Það vant­ar okk­ar ein­kenni og við erum að finna okk­ur. Við erum með nýtt lið og erum ný­byrjaðir að spila sam­an. Við erum að kom­ast að því hvort við ætl­um að liggja aðeins meira eða reyna að vera með bolt­ann. Við þurf­um að fara í nafla­skoðun og kom­ast að því hvernig við vilj­um spila.

Tryggvi Hrafn Haraldsson með boltann í kvöld.
Tryggvi Hrafn Har­alds­son með bolt­ann í kvöld. mbl.is/​Karítas

Við höf­um und­an­far­in ár alltaf getað fallið á þau gildi sem við höf­um. Á þessu tíma­bili erum við ekki að finna okk­ur. Það geta all­ir horft í speg­il­inn og gert meira, hlaupið meira og gert þetta bet­ur,“ sagði Ívar hrein­skil­inn.

Val­ur komst í 3:0 en KA minnkaði mun­inn og ógnaði nokkr­um sinn­um eft­ir það. Þrátt fyr­ir það var Ívar ekki sátt­ur.

„Fót­bolta­leik­ur er 90 mín­út­ur og liðin skipt­ast á að stjórna leikn­um. Mér fannst við samt alltaf sein­ir. Við þurf­um að fara yfir okk­ar leik. Það er ekki verið að spila okk­ur sund­ur og sam­an held­ur eru þetta þrír lang­ir bolt­ar þar sem við miss­um menn­ina bak við okk­ur. Þetta er ein­beit­ing­ar­leysi og reynslu­leysi sömu­leiðis,“ sagði Ívar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert