Við erum ekkert litlir í okkur

FH-ingar fagna öðru marka sinna í kvöld.
FH-ingar fagna öðru marka sinna í kvöld. mbl.is/Karítas

Sig­urður Bjart­ur Halls­son, sókn­ar­maður FH, átti flott­an leik og var óhepp­inn að skora ekki þegar FH og KR gerðu 2:2 jafn­tefli í 3. um­ferð Bestu deild­ar karla í fót­bolta í Kaplakrika í kvöld.

FH-ing­ar spiluðu manni færri meiri hluta seinni hálfleiks eft­ir að Björn Daní­el Sverris­son fékk rautt spjald fyr­ir tæk­lingu á Júlí­usi Mar Júlí­us­syni, varn­ar­manni KR. Manni færri komust heima­menn yfir en KR-ing­ar jöfnuðu og þjörmuðu stíft að heima­mönn­um í lok­in.

„Við ætluðum að hápressa þá aggresíft og rauða spjaldið verður til þannig að við erum í pressu og Bjössi verður fyr­ir því óláni að hann fer of aggresíft í hann. Ég sá samt ekki hvort þetta hafi verið rautt spjald eða ekki en þetta fylg­ir þess­ari spila­mennsku. Menn eru að fara í ná­vígi af full­um þunga og þá get­ur svona gerst.

Við stönd­um vakt­ina vel eft­ir þetta at­vik og klár­um leik­inn. Það hefði verið snilld að klára þrjú stig, það hefði verið risa­stórt, en við virðum klár­lega stigið úr því sem komið var," sagði Sig­urður Bjart­ur.

Fyr­ir leik­inn hafði FH ekki unnið leik í fyrstu þrem­ur leikj­um tíma­bils­ins, tvö töp í deild­inni og falln­ir úr bik­arn­um eft­ir tap. FH-ing­ar hefðu viljað byrja mótið bet­ur en þeir horfa björt­um aug­um á tíma­bilið.

„Já vissu­lega, en það eru 24 leik­ir eft­ir og hell­ing­ur eft­ir af þessu móti. Þrátt fyr­ir að við séum ekki komn­ir með nein stig að ráði erum við ekk­ert litl­ir í okk­ur eða neitt svo­leiðis. Við vit­um al­veg að við erum að fara að gera gott mót og það er eng­inn á því að við séum að fara í ein­hverja fall­bar­áttu. Það eru all­ir með bök­in sam­an og við ætl­um að vinna hvern ein­asta leik sem við för­um í," sagði Sig­urður Bjart­ur að lok­um í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert