„Vona að honum gangi vel“

Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. mbl.is/Ólafur Árdal

„Við erum bara svekkt­ir að fá ekki meira,“ sagði Jök­ull Elísa­bet­ar­son, þjálf­ari Stjörn­unn­ar, í viðtali við mbl.is eft­ir 2:1-tap sinna manna gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í kvöld.

Leik­ur­inn stefndi í jafn­tefli þar til á fjórðu mín­útu í upp­bót­ar­tíma þegar Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son skoraði sig­ur­mark Breiðabliks.

„Bæði lið gátu tekið þetta og þeir kannski áttu þyngri sókn­arkafla en við í seinni hluta fyrri hálfleiks og seinni hluta seinni hálfleiks. En mér fannst við samt eiga góðar stöður. Við hefðum viljað fjölga spilköfl­un­um okk­ar en það er erfitt, bæði lið pressa stíft, maður á mann,“ sagði Jök­ull í sam­tali við mbl.is eft­ir leik.

Stjarn­an kom af krafti inn í seinni hálfleik­inn og jafnaði met­in á 50. mín­útu eft­ir mark frá Örvari Eggerts­syni. 

„Við kom­um aðeins hug­rakk­ari inn í seinni. Mér fannst við aðeins hrædd­ir við að fá bolt­ann og mér fannst ekki al­veg nógu mik­il hreyf­ing á mönn­um, fáir mögu­leik­ar. Við löguðum það aðeins þannig mér fannst það miklu betra í seinni,“ sagði Jök­ull.

Er eitt­hvað já­kvætt sem þú get­ur tekið úr þess­um leik?

„Já, mjög margt en líka margt sem við vilj­um gera bet­ur. Við mun­um tæta hvort tveggja í okk­ur fyr­ir næsta leik og mæta bratt­ir í það.“

Óli Val­ur Ómars­son, leikmaður Breiðabliks, mætti sín­um gömlu fé­lög­um í Stjörn­unni í dag og skapaði mikla hættu í sókn­ar­leik Blika. Hann gekk til liðs við Breiðablik fyr­ir tíma­bilið.

„Hann er frá­bær leikmaður og við viss­um alltaf að hann myndi vera erfiður. Við vor­um al­veg til­bún­ir að taka því en við ætluðum svo sem ekki að gera eitt­hvað meira úr því. Við spiluðum með þrjá aft­ast og viss­um að leik­ur þeirra gengi út á að koma bolt­an­um út á hann og svo á hann að keyra.

Við ákváðum að láta mann­inn díla við það og aðrir vera klár­ir þegar hann fer fram­hjá. Hann var alltaf að fara að kom­ast fram­hjá manni sín­um í ein­hver skipti í leikn­um en mér fannst heilt yfir aðrir klára sitt fyr­ir aft­an. Hann er frá­bær og ég vona að hon­um gangi vel.“

Leik­ur­inn var fyrsti tap­leik­ur Stjörn­unn­ar á tíma­bil­inu en liðið er með sex stig eft­ir þrjá leiki í deild­inni.

„Mér finnst við aðeins vera að kom­ast í gang. Fyrstu leik­irn­ir voru ekk­ert spes hjá okk­ur. Mér finnst þessi tölu­vert betri og bikarleik­ur­inn betri, þó að það væri gegn 1. deild­arliði þá var takt­ur­inn í okk­ur betri og við erum að ná takti í spilið. Ég get bara ekki beðið eft­ir næsta leik,“ sagði Jök­ull að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert