Daði Berg hetja Vestra í sigri (myndskeið)

Daði Berg Jónsson og Vladimir Tufegdzic sækja að marki ÍA …
Daði Berg Jónsson og Vladimir Tufegdzic sækja að marki ÍA í leiknum í gærkvöld. Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson

Vestri lagði ÍA í Akra­nes­höll, 2:0, í  Bestu deild karla í knatt­spyrnu í gær í þriðju um­ferð deild­ar­inn­ar.

Vestri er með sjö stig á toppi deild­ar­inn­ar og ÍA í átt­unda sæti með þrjú stig.

Diego Montiel skoraði fyrra mark Vestra á 29. mín­útu þegar hann komst einn gegn mark­manni eft­ir flotta stungu­send­ingu frá Daða Berg Jóns­syni.

Daði Berg skoraði annað mark Vestra á 40. mín­útu þegar hann fékk send­ingu í gegn, hafði bet­ur gegn Oli­ver Stef­áns­syni, lék á Árna Marínó Ein­ars­syni í mark­inu og setti bolt­ann í netið. 

Mörk­in og fleiri svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá á YouTu­be-síðu Bestu deild­ar­inn­ar og hér fyr­ir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert