Eyjamenn lögðu Fram á Þórsvelli

Marcel Zapytowski markvörður ÍBV gómar boltann af öryggi í leiknum …
Marcel Zapytowski markvörður ÍBV gómar boltann af öryggi í leiknum gegn Fram á Þórsvellinum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyja­menn tóku á móti Fram í Bestu deild karla á Þór­svelli í Vest­manna­eyj­um í dag. Leik­ur­inn endaði með 3:1 sigri heima­manna í ÍBV.

Eft­ir leik­inn eru heima­menn í ÍBV með 4 stig í 6. sæti fyr­ir leiki kvölds­ins. Fram eru í átt­unda sæti, enn með 3 stig.

Bæði lið komu ef­laust kok­hraust inn í leik­inn. Eyja­menn áttu frá­bær­an leik í bik­arn­um gegn Vík­ing­um um síðastliðna helgi og Fram unnu stór­kost­leg­an end­ur­komu­sig­ur á Íslands­meist­ur­um Breiðabliks í síðustu um­ferð í Bestu deild­inni.

Aðstæður á Þór­svelli voru krefj­andi í dag en það gustaði vel úr austri. Leik­ur­inn ein­kennd­ist því að miklu leyti af bein­skeitt­um sókn­um og liðin voru síst að reyna að halda bolt­an­um af ein­hverju viti.

Eft­ir 10 mín­útna leik átti Oli­ver Hreiðars­son frá­bær­an sprett upp hægri kant­inn og setti bolt­ann fast fyr­ir ut­ar­lega í teig­inn. Bolt­inn barst til Bjarka Björns sem lagði hann stutt og á vinstri fót­inn á Om­ari Sowe sem brást ekki boga­list­in. Hann lagði hann snyrti­lega í hornið fjær þar sem Vikt­or Freyr kom eng­um vörn­um við. 1:0 fyr­ir ÍBV.

Um það bil kort­eri seinna tvö­földuðu heima­menn for­yst­una. Þá átti Oli­ver frá­bæra fyr­ir­gjöf beint á koll­inn á Bjarka Birni sem gerði virki­lega vel að stýra bolt­an­um í markið. 2:0 fyr­ir ÍBV og Fram lítið með í leikn­um.

Á 40. mín­útu átti Tibbling frá­bæra fyr­ir­gjöf inn í teig Eyja­manna ut­ar­lega frá kant­in­um. Þar mætti Kennie Chopart á fjar­stöng­ina og stangaði hann inn. 2:1 fyr­ir ÍBV og Fram komn­ir inn í leik­inn aft­ur.

Stuttu eft­ir mark Fram­ara áttu bæði lið stór­hættu­leg færi en tókst ekki að nýta þau. Fleira eft­ir­tekt­ar­vert gerðist ekki í fyrri hálfleik og staðan því 2:1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik jók vind­ur­inn veru­lega og var erfitt að spila knatt­spyrnu. Eft­ir hálf­dapr­an fót­bolta tvö­földuðu Eyja­menn aft­ur for­yst­una á 80. mín­útu. Þá negldi Alex Freyr bolt­an­um þvert yfir völl­inn og Oli­ver fann sig ein­an gegn Vikt­ori Frey mark­manni Fram­ara. Oli­ver kláraði vel í erfiðum aðstæðum, 3:1 fyr­ir heima­mönn­um í ÍBV. 

Lok­aniðurstaða sann­gjarn 3:1-sig­ur ÍBV. 

ÍBV 3:1 Fram opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert