Fyrsti sigur Aftureldingar í efstu deild

Viktor Örlygur Andrason fellur í baráttu við Oliver Sigurjónsson og …
Viktor Örlygur Andrason fellur í baráttu við Oliver Sigurjónsson og Elmar Kára Cogic í Mosfellsbæ í kvöld. mbl.is/Eyþór

Aft­ur­eld­ing vann sinn fyrsta sig­ur í efstu deild karla er liðið lagði Vík­ing, 1:0, í Bestu deild í knatt­spyrnu í kvöld.

Vík­ing­ur er áfram í öðru sæti deild­ar­inn­ar með sex stig en Aft­ur­eld­ing er í sjö­unda sæti með fjög­ur stig.

Vík­ing­ar fóru bet­ur af stað og á 17. mín­útu fékk Gylfi Þór Sig­urðsson dauðafæri til að koma þeim yfir. Gylfi komst inn í slaka send­ingu Ax­els Óskars Andrés­son­ar og var einn á móti mark­manni en Jök­ull Andrés­son, markvörður Aft­ur­eld­ing­ar, sá við hon­um. 

Í kjöl­farið tók við góður kafli heima­manna. Georg Bjarna­son fékk gott færi eft­ir und­ir­bún­ing frá Elm­ari Kára Enes­syni Cogic en Ingvar Jóns­son, markvörður Vík­ings, varði skot Georgs.

Á 34. mín­útu kom Vikt­or Örlyg­ur Andra­son bolt­an­um í netið með snyrti­legri hæl­spyrnu eft­ir fyr­ir­gjöf frá Gylfa en hann var dæmd­ur rang­stæður og markið stóð því ekki.

Staðan var marka­laus í hálfleik.

Síðari hálfleik­ur fór ró­lega af stað. Liðin skipt­ust á að vera með bolt­ann án þess að skapa sér færi.

Það dró til tíðinda á 66. mín­útu þegar Aft­ur­eld­ing fékk víta­spyrnu. Oli­ver Ekroth felldi Hrann­ar Snæ Magnús­son sem var slopp­inn einn í gegn og benti Gunn­ar Odd­ur Hafliðason, dóm­ari leiks­ins, á punkt­inn.

Hrann­ar fór sjálf­ur á punkt­inn og skoraði af miklu ör­yggi. Markið er fyrsta mark Aft­ur­eld­ing­ar í efstu deild karla í knatt­spyrnu.

Vík­ing­ar pressuðu stíft á loka­mín­út­un­um en án ár­ang­urs. Lok­aniðurstaða því 1:0-sig­ur Aft­ur­eld­ing­ar.

Aft­ur­eld­ing 1:0 Vík­ing­ur R. opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert