Leiðinlegasti leikurinn á ævinni

Omar Sowe og Sigurjón Rúnarsson eigast við á Þórsvelli í …
Omar Sowe og Sigurjón Rúnarsson eigast við á Þórsvelli í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Fram­ar­ar heim­sóttu ÍBV í Bestu deild karla í dag. Aðstæður voru hrylli­leg­ar hvað veðurfar varðaði en mik­ill vind­ur setti mark sitt á leik­inn.

ÍBV vann leik­inn 3:1. Guðmund­ur Magnús­son, sókn­ar­maður og fyr­irliði Fram­ara, stóð vakt­ina í fram­línu þeirra í dag. Hann var að von­um svekkt­ur með úr­slit­in og dró ekk­ert und­an, aðspurður um aðstæðurn­ar á Þór­svelli í dag.

„Þetta var þannig leik­ur að þetta gat dottið hvoru meg­in sem var. Þeir gerðu bara vel í sínu upp­leggi. Þetta var alla­vega leiðin­leg­asti fót­bolta­leik­ur sem ég hef spilað á æv­inni. Það er al­veg á hreinu.

Guðmundur Magnússon var í fremstu víglínu Framara að vanda.
Guðmund­ur Magnús­son var í fremstu víg­línu Fram­ara að vanda. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn


Ég ætla ekki að fara væla yfir aðstæðum, þótt þetta hafi verið leiðin­legt. En mér finnst, sama hvernig úr­slit­in fara, að það eigi ekki að bjóða upp á þetta í efstu deild.“

Fram­ar­ar áttu frá­bær­an end­ur­komu­sig­ur í síðustu um­ferð gegn Íslands­meist­ur­um Breiðabliks í síðustu um­ferð. Guðmund­ur horf­ir björt­um aug­um á tíma­bilið hjá Fram.

„Þegar við fáum að spila al­vöru fót­bolta, þá er ég mjög bjart­sýnn,“ sagði Guðmund­ur að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert