Skammast sín fyrir uppákomu í Akraneshöllinni

Vestri vann leikinn gegn ÍA 2:0 og er í efsta …
Vestri vann leikinn gegn ÍA 2:0 og er í efsta sæti Bestu deildarinnar. Jón Gísli Eyland og Anton Kralj á fullri ferð í Akraneshöllinni í gærkvöld. Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson

Hall­dór Jóns­son, íbúi á Akra­nesi, skrif­ar á Face­book að hann skammist sín fyr­ir uppá­komu í Akra­nes­höll­inni í gær­kvöld en hann seg­ir að stuðnings­fólki Vestra hafi verið meinaður aðgang­ur að stúku Akra­nes­hall­ar­inn­ar þegar ÍA og Vestri mætt­ust þar í Bestu deild karla í fót­bolta.

Hall­dór seg­ir m.a. í pistli sín­um:

Á öll­um al­vöru kapp­leikj­um er reynt að skapa sem best­ar aðstæður fyr­ir stuðnings­menn beggja liða og um­gang­ast fólk af virðingu. Svo var ekki í gær. Stuðnings­menn Vestra voru gerðir horn­reka i orðsins fyllstu merk­ingu og þeim meinaður aðgang­ur að stúku knatt­spyrnu­húss­ins.

Ég velti fyr­ir mér hvar svona dap­ur­leg ákvörðun er tek­in. Eru það starfs­menn íþrótta­mann­virkj­anna eða Knatt­spyrnu­fé­lags ÍA sem það gerðu? Sem íbúi á Akra­nesi skamm­ast ég mín fyr­ir þessa uppá­komu en dá­ist jafn­framt að umb­urðarlyndi og kurt­eisi stuðnings­manna Vestra við þess­ar mót­tök­ur heima­manna. Ég veit líka að það verður vel tekið á móti Skaga­mönn­um þegar þeir koma vest­ur síðar í sum­ar.

Vestri vann óvænt­an en sann­gjarn­an sig­ur í leikn­um, 2:0. Færsl­una í heild má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert