Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmark Breiðabliks gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi.
Breiðablik vann leikinn 2:1 og er í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki. Stjarnan er með jafn mörg stig í fjórða sæti.
Kristinn Steindórsson kom Breiðablik yfir í fyrri hálfleik en Örvar Eggertsson jafnaði metin snemma í seinni hálfleik.
Staðan var 1:1 þangað til á þriðju mínútu uppbótartímans þegar Höskuldur Gunnlaugsson skoraði glæsilegt mark með skoti fyrir utan vítateig.
Mörkin og fleiri svipmyndir úr leiknum má sjá á YouTube-síðu Bestu deildarinnar og hér fyrir neðan.