Skoraði sigurmarkið í blálokin (myndskeið)

Blikar að fagna í gær.
Blikar að fagna í gær. mbl.is/Karítas

Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son skoraði sig­ur­mark Breiðabliks gegn Stjörn­unni í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í gær­kvöldi.

Breiðablik vann leik­inn 2:1 og er í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með sex stig eft­ir þrjá leiki. Stjarn­an er með jafn mörg stig í fjórða sæti.

Krist­inn Stein­dórs­son kom Breiðablik yfir í fyrri hálfleik en Örvar Eggerts­son jafnaði met­in snemma í seinni hálfleik.

Staðan var 1:1 þangað til á þriðju mín­útu upp­bót­ar­tím­ans þegar Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son skoraði glæsi­legt mark með skoti fyr­ir utan víta­teig.

Mörk­in og fleiri svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá á YouTu­be-síðu Bestu deild­ar­inn­ar og hér fyr­ir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert