Valur sendi KA á botninn (myndskeið)

Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvennu í gær.
Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvennu í gær. mbl.is/Karítas

Val­ur vann sinn fyrsta sig­ur í deild­inni á tíma­bil­inu er liðið lagði KA, 3:1, í þriðju um­ferð deild­ar­inn­ar í gær­kvöld.

Val­ur er með fimm stig í fimmta sæti deild­ar­inn­ar en KA er á botn­in­um með eitt stig.

Jónatan Ingi Jóns­son kom Val yfir á 14. mín­útu og Tryggvi Hrafn Har­alds­son tvö­faldaði for­ystu liðsins rétt fyr­ir hálfleik.

Jónatan Ingi var aft­ur á ferðinni á 56. mín­útu þegar hann skoraði þriðja mark Vals en Ásgeir Sig­ur­geirs­son minnkaði mun­inn fyr­ir KA skömmu síðar.

Mörk leiks­ins má sjá á Youtu­be-síðu Bestu deild­ar­inn­ar og hér fyr­ir neðan.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert