Frederik snýr aftur til Vals

Frederik Schram er kominn aftur til Vals.
Frederik Schram er kominn aftur til Vals. Ljósmynd/Valur

Val­ur hef­ur samið við knatt­spyrnu­markvörðinn Frederik Schram á nýj­an leik, en hann hef­ur skrifað und­ir þriggja ára samn­ing við fé­lagið. Frederik, sem lék með Val á ár­un­um 2022–2024 og spilaði 55 leiki, kem­ur aft­ur eft­ir stutta dvöl hjá danska fé­lag­inu Rosk­ilde.

Ástæða end­ur­kom­unn­ar er sú að Ögmund­ur Krist­ins­son sem leysti Frederik Schram af hólmi hef­ur ekki náð sér að fullu eft­ir meiðsli, þrátt fyr­ir mik­inn vilja og mikla vinnu.

Frederik hef­ur leikið sjö A-lands­leiki fyr­ir Íslands hönd og tólf leiki með yngri landsliðunum en hann ólst upp í Dan­mörku og lék þar m.a. með Lyng­by, Sönd­erjyske, Rosk­ilde, Vest­sjæl­land og OB áður en hann kom til Vals­manna í fyrra skiptið.

Ögmund­ur svekkt­ast­ur

„Það er auðvitað alltaf erfitt þegar menn eru að glíma við langvar­andi meiðsli og við erum virki­lega svekkt­ir með stöðuna á Ögmundi. Það er samt eng­inn svekkt­ari en Ömmi sjálf­ur. Hann hef­ur lagt allt í að ná sér góðum, en stund­um fara hlut­irn­ir ekki eins og maður von­ast eft­ir. Hann hef­ur verið mjög fag­leg­ur í öllu síðan hann kom til okk­ar og lyft mörgu á hærra level með sínu flotta viðhorfi,“ seg­ir Björn Stein­ar Jóns­son formaður knatt­spyrnu­deild­ar Vals í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

„Það já­kvæða við stöðuna er þó að Stefán Þór, ung­ur og efni­leg­ur markvörður, hef­ur fengið tæki­færi í vet­ur og staðið sig mjög vel í byrj­un móts. Ömmi hef­ur hjálpaði Stefáni mikið og á stórt hrós skilið fyr­ir það hvernig hann hef­ur stutt við Stefán. Svo eig­um við líka fleiri unga og efni­lega mark­menn í fé­lag­inu sem við horf­um til eft­ir nokk­ur ár.“

Stutt er í að fé­laga­skipta­glugg­inn loki hér á landi og því seg­ir Björn að Val­ur hafi brugðist við þess­ari óvissu með Ögmund með því að semja við Frederik Schram.

Al­vöru sam­keppni um flest­ar stöður

„Frederik er auðvitað bara Vals­ari og frá­bær gaur sem ég hef haldið góðu sam­bandi við síðan hann fór. Þegar ég greindi hon­um frá stöðunni hjá okk­ur var strax ljóst að þau fjöl­skyld­an voru til í að skoða það að koma aft­ur til okk­ar. Við vor­um síðan fljót­ir að ná sam­komu­lagi við Rosk­ilde og því ljóst að hann verður leikmaður okk­ar á ný. Við höf­um lagt mikið í liðið okk­ar í vet­ur og ljóst að það verður al­vöru sam­keppni um mark­manns­stöðuna eins og aðrar stöður í liðinu.“

Björn seg­ist von­ast til þess að Ögmund­ur verði hluti af þeirri sam­keppni en ómögu­legt sé að segja til um á þess­ari stundu hvernig það muni þró­ast. Hann minn­ir fólk á leik­inn gegn Vík­ing­um á mánu­dags­kvöldið und­ir ljós­un­um að Hlíðar­enda þar sem boðið verði upp á frá­bæra um­gjörð fyr­ir stuðnings­fólk Vals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert