Keflvíkingar hafa fengið til liðs við sig króatískan knattspyrnumann, Marin Mudrazija, fyrir komandi keppnistímabili.
Hann er 29 ára gamall framherji sem lék síðast með Feronikeli í efstu deild í Kósóvó en hefur leikið víða á undanförnum árum, svo sem í Íran, Singapúr, Albaníu og Rúmeníu. Í heimalandi sínu hefur Mudrazija leikið með nokkrum félögum í B-deildinni.
Keflvíkingar leika sitt annað ár í 1. deild eftir fall úr Bestu deildinni 2023. Þeir enduðu í öðru sæti í fyrra en töpuðu úrslitaleik umspilsins gegn Aftureldingu á Laugardalsvellinum.
Keppni í 1. deildinni hefst næsta föstudag, 2. maí, og Keflvíkingar eiga þá útileik gegn Fjölni en mæta síðan Þrótti úr Reykjavík í fyrsta heimaleiknum viku síðar.