Króati til Keflavíkur

Keflvíkingar misstu naumlega af sæti í Bestu deildinni síðasta haust.
Keflvíkingar misstu naumlega af sæti í Bestu deildinni síðasta haust. mbl.is/Eyþór Árnason

Kefl­vík­ing­ar hafa fengið til liðs við sig króa­tísk­an knatt­spyrnu­mann, Mar­in Mudrazija, fyr­ir kom­andi keppn­is­tíma­bili.

Hann er 29 ára gam­all fram­herji sem lék síðast með Feronikeli í efstu deild í Kósóvó en hef­ur leikið víða á und­an­förn­um árum, svo sem í Íran, Singa­púr, Alban­íu og Rúm­en­íu. Í heimalandi sínu hef­ur Mudrazija leikið með nokkr­um fé­lög­um í B-deild­inni.

Kefl­vík­ing­ar leika sitt annað ár í 1. deild eft­ir fall úr Bestu deild­inni 2023. Þeir enduðu í öðru sæti í fyrra en töpuðu úr­slita­leik um­spils­ins gegn Aft­ur­eld­ingu á Laug­ar­dals­vell­in­um.

Keppni í 1. deild­inni hefst næsta föstu­dag, 2. maí, og Kefl­vík­ing­ar eiga þá úti­leik gegn Fjölni en mæta síðan Þrótti úr Reykja­vík í fyrsta heima­leikn­um viku síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert