Hrannar Snær Magnússon krækti í vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni þegar Afturelding lagði Víking úr Reykjavík 1:0 í Bestu deildinni í knattspyrnu í Mosfellsbænum í gærkvöldi.
Markið kom um miðjan síðari hálfleik og var um sögulegan sigur að ræða fyrir Aftureldingu, þann fyrsta í efstu deild.
Markið og fleiri svipmyndir úr leiknum má sjá á YouTube-síðu Bestu deildarinnar og hér fyrir neðan.