Knattspyrnukonan Barbára Sól Gísladóttir, bakvörður Breiðabliks, úlnliðsbrotnaði í leik liðsins gegn Þrótti úr Reykjavík í Bestu deildinni á þriðjudagskvöld.
Fótbolti.net greinir frá.
Barbára Sól varð fyrir því óláni að verða fyrir skoti Kristínar Dísar Árnadóttur, samherja síns hjá Breiðabliki, með þeim afleiðingum að hún úlnliðsbrotnaði.
Óhappið átti sér stað á 35. mínútu leiksins í stöðunni 1:0 fyrir Þrótti en leiknum lauk með jafntefli, 2:2. Barbáru Sól var skipt af velli eftir að hafa hlotið aðhlynningu og verður í gifsi næstu fjórar til sex vikurnar.