Úlnliðsbrotnaði eftir skot samherja

Barbára Sól Gísladóttir.
Barbára Sól Gísladóttir. mbl.is/Eyþór

Knatt­spyrnu­kon­an Barbára Sól Gísla­dótt­ir, bakvörður Breiðabliks, úlnliðsbrotnaði í leik liðsins gegn Þrótti úr Reykja­vík í Bestu deild­inni á þriðju­dags­kvöld.

Fót­bolti.net grein­ir frá.

Barbára Sól varð fyr­ir því óláni að verða fyr­ir skoti Krist­ín­ar Dís­ar Árna­dótt­ur, sam­herja síns hjá Breiðabliki, með þeim af­leiðing­um að hún úlnliðsbrotnaði.

Óhappið átti sér stað á 35. mín­útu leiks­ins í stöðunni 1:0 fyr­ir Þrótti en leikn­um lauk með jafn­tefli, 2:2. Barbáru Sól var skipt af velli eft­ir að hafa hlotið aðhlynn­ingu og verður í gifsi næstu fjór­ar til sex vik­urn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert