Bestur í þriðju umferðinni

Daði Berg Jónsson á fleygiferð með boltann í Akraneshöllinni.
Daði Berg Jónsson á fleygiferð með boltann í Akraneshöllinni. Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson

Daði Berg Jóns­son, miðjumaður Vestra, var besti leikmaður­inn í þriðju um­ferð Bestu deild­ar karla í fót­bolta að mati Morg­un­blaðsins.

Daði átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Vestra, sem vann óvænt­an sig­ur á Skaga­mönn­um, 2:0, í Akra­nes­höll­inni á miðviku­dags­kvöldið. Hann lagði upp fyrra markið fyr­ir Diego Montiel og skoraði það seinna sjálf­ur.

Daði er aðeins 18 ára gam­all og lék með Fram í yngri flokk­un­um en kom til Vík­ings fyr­ir þrem­ur árum. Hann spilaði fyrsta leik­inn í Bestu deild­inni sum­arið 2023 og lék svo níu leiki í deild­inni í fyrra þar sem hann skoraði eitt mark.

Hann hef­ur nú skorað tvö mörk og lagt eitt upp í þrem­ur fyrstu um­ferðum Bestu deild­ar­inn­ar.

Grein­in í heild sinni er í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins og þar er einnig birt úr­valslið 3. um­ferðar. Efnið er einnig aðgengi­legt í app­inu Mogg­inn

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert