Daði Berg Jónsson, miðjumaður Vestra, var besti leikmaðurinn í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.
Daði átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Vestra, sem vann óvæntan sigur á Skagamönnum, 2:0, í Akraneshöllinni á miðvikudagskvöldið. Hann lagði upp fyrra markið fyrir Diego Montiel og skoraði það seinna sjálfur.
Daði er aðeins 18 ára gamall og lék með Fram í yngri flokkunum en kom til Víkings fyrir þremur árum. Hann spilaði fyrsta leikinn í Bestu deildinni sumarið 2023 og lék svo níu leiki í deildinni í fyrra þar sem hann skoraði eitt mark.
Hann hefur nú skorað tvö mörk og lagt eitt upp í þremur fyrstu umferðum Bestu deildarinnar.
Greinin í heild sinni er í laugardagsblaði Morgunblaðsins og þar er einnig birt úrvalslið 3. umferðar. Efnið er einnig aðgengilegt í appinu Mogginn