Knattspyrnumaðurinn Úlfur Ágúst Björnsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við FH.
Frá þessu sagði félagið á samfélagsmiðlum í dag en Úlfur Ágúst hefur verið lykilmaður í liðinu síðustu tvö tímabil.
Hann hefur samhliða því leikið og stundað nám hjá Duke-háskólanum í Bandaríkjunum og því misst af hluta síðustu tveggja tímabila með FH.
Úlfur hefur skorað 16 mörk í 43 leikjum fyrir FH í Bestu deildinni.