Lykilmaður áfram í Hafnarfirði

Úlfur Ágúst Björnsson hefur verið drjúgur með liði FH.
Úlfur Ágúst Björnsson hefur verið drjúgur með liði FH. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knatt­spyrnumaður­inn Úlfur Ágúst Björns­son hef­ur skrifað und­ir nýj­an tveggja ára samn­ing við FH. 

Frá þessu sagði fé­lagið á sam­fé­lags­miðlum í dag en Úlfur Ágúst hef­ur verið lyk­ilmaður í liðinu síðustu tvö tíma­bil. 

Hann hef­ur sam­hliða því leikið og stundað nám hjá Duke-há­skól­an­um í Banda­ríkj­un­um og því misst af hluta síðustu tveggja tíma­bila með FH. 

Úlfur hef­ur skorað 16 mörk í 43 leikj­um fyr­ir FH í Bestu deild­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert