„Eins og villuráfandi sauðir“

Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í dag.
Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Það var glamp­andi sól þegar KA og FH hófu leik í Bestu-deild karla í dag. Hins veg­ar kom haf­gol­an inn Eyja­fjörðinn með hálf­gert þoku­loft og var orðið ansi svalt og þung­búið í leiks­lok. Má líkja veðrinu við von­ir og vænt­ing­ar FH-inga fyr­ir leik og svo til­finn­ing­um þeirra í leiks­lok. KA vann 3:2 eft­ir að FH hafði jafnað leik­inn í tvígang. Seinna jöfn­un­ar­mark FH og sig­ur­mark KA komu á sömu mín­út­unni og var þjálf­ari FH, Heim­ir Guðjóns­son, ekki ánægður með þá staðreynd í viðtali skömmu eft­ir leik.

„Það er alltaf vont að tapa en við vor­um sjálf­um okk­ur verst­ir. Eft­ir að við jöfnuðum leik­inn í 2:2 þá vor­um við bún­ir að vera með und­ir­tök­in í ein­hverj­ar tíu mín­út­ur Við feng­um gott færi áður en við skoruðum. Svo erum við bara eins og villuráfandi sauðir. Þeir bara sparka fram á Viðar og allt í einu er bolt­inn kom­inn úr á væng og svo bara send­ing og mark. Í staðinn fyr­ir að halda skipu­lag­inu og vera skyn­sam­ir og vinna út frá 2:2 mark­inu þá fór þetta svona.“

Það virt­ist fær­ast kraft­ur í ykk­ur í hvert skipti sem KA komst yfir.

„Mér fannst sér­stak­lega eft­ir annað mark KA þá tók­um við völd­in á vell­in­um. Það breyt­ir því ekki að það á ekki að vera þannig í fót­bolta að liðin verði að lenda und­ir til að fara að spila al­menni­leg­an bolta. Við erum bún­ir að mæta í fjóra leiki í þess­ari deild og ekki verið klár­ir frá byrj­un. Svo fáum við á okk­ur mark og þá fyrst ætla menn að redda hlut­un­um og byrja að spila fót­bolta. En fram að því þá spil­um við eng­an fót­bolta. Menn eru staðir, vilja ekki fá bolt­ann, eng­in hreyf­ing og við end­um í löng­um bolta. Jú, jú, við erum hættu­leg­ir í föst­um leik­atriðum. Það er ekki nóg og við verðum að fara að spila betri fót­bolta, vera skyn­sam­ari og hjálpa hverj­um öðrum. Gera þetta eins og hjá liði. Við erum bara komn­ir á þann stað í dag, þótt það séu bara fjór­ar um­ferðir bún­ar, að við erum ekki bara neðstir held­ur lang­neðstir. Við eru í fall­bar­áttu og verðum að spyrna okk­ur frá botn­in­um.“

Þið hafið al­veg mann­skap­inn í að laga stöðuna.

„Já vissu­lega erum við með góðan mann­skap. Það er samt ekki nóg að hafa góða leik­menn og góðan þjálf­ara. Menn þurfa all­ir að róa í sömu átt svo hlut­irn­ir virki“ sagði hár­beitt­ur Heim­ir að lok­um



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert