Erum ekki í fótbolta til að halda hreinu

Óskar Hrafn var ánægður með sína menn í kvöld.
Óskar Hrafn var ánægður með sína menn í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ari KR-inga, var að von­um ánægður með stór­sig­ur sinna manna á Skaga­mönn­um en KR vann ÍA 5:0 í Bestu deild karla í fót­bolta á Þrótt­ar­velli í Laug­ar­dal í kvöld.

Hann seg­ir að leik­ur­inn í kvöld hafi hentað sín­um mönn­um vel. „Við vit­um að Skaga­menn eru aggress­íf­ir og vilja stíga upp, og þegar þú stíg­ur upp og það mistekst, þá skil­urðu eft­ir svæði og við vor­um góðir að nýta þau á köfl­um,“ seg­ir Óskar Hrafn og bæt­ir við að sum­ar sókn­ir liðsins hafi verið framúrsk­ar­andi fín­ar. 

„En svo fannst mér við stund­um vera kæru­laus­ir á bolt­an­um, sér­stak­lega í fyrri hluta fyrri hálfleiks, og við þurf­um að laga það hratt,“ seg­ir Óskar Hrafn og bend­ir á að Skaga­menn hefðu á betri degi, og reynd­ar flest önn­ur lið í Bestu deild­inni, getað refsað grimmi­lega fyr­ir að gera slík mis­tök aft­ur og aft­ur.

Dýr­mætt að fá Aron til baka

Fyr­irliði KR, Aron Sig­urðars­son, sneri aft­ur eft­ir leik­bann og leiddi sína menn bók­staf­lega, bæði með því að skora fyrsta mark leiks­ins, en þar að auki átti hann stoðsend­ingu og svo annað mark í lok leiks­ins.

Óskar Hrafn seg­ir að það hafi verið dýr­mætt að fá Aron til baka, en að það hefði einnig verið mik­il­vægt að Matt­hi­as Præst opnaði marka­reikn­ing­inn fyr­ir fé­lagið og að Eiður Gauti skoraði ann­an leik­inn í röð. Þá hefðu all­ir leik­menn hans kom­ist heil­ir frá leikn­um, og að það skipti í raun meira máli en það að þetta var fyrsti leik­ur­inn í sum­ar þar sem liðið hélt hreinu.

„Já, í raun og veru er það þannig, því að við erum ekki í fót­bolta til þess að halda hreinu. Við erum í fót­bolta til þess að skora mörk. Þannig að það er mik­il­væg­ara fyr­ir mig, en svo eru aðrir á ann­arri skoðun og ég ber bara virðingu fyr­ir þeirra skoðun,“ seg­ir Óskar Hrafn. 

Hann bæt­ir þó við að það sé gott fyr­ir sjálfs­traustið hjá leik­mönn­um, ekki síst Hall­dóri mark­manni og varn­ar­menn liðsins, að hafa haldið hreinu. „En ég fer ekki á kodd­ann him­in­lif­andi yfir að hafa haldið hreinu, ég fer him­in­lif­andi yfir að hafa skorað fimm mörk.“

Næsti leik­ur KR-inga er gegn Íslands­meist­ur­um Breiðabliks í Kópa­vogi, en Óskar Hrafn þjálfaði sem kunn­ugt er lið Blika og gerði að meist­ur­um á sín­um tíma. Mun það breyta ein­hverju fyr­ir und­ir­bún­ing liðsins? „Nei, þetta eru að mörgu leyti sömu and­lit og strák­ar og voru þegar ég var þarna, en það hvernig liðið spil­ar er gjör­breytt,“ seg­ir Óskar Hrafn. 

„Þetta verður hins veg­ar í fyrsta sinn sem ég kem á Kópa­vogs­völl eft­ir að ég hætti þar, þannig að það verður skemmti­legt.“

KR-ingar fögnuðu vel og innilega í leikslok.
KR-ing­ar fögnuðu vel og inni­lega í leiks­lok. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert