Erum ennþá að kynnast

Valskonur fagna marki í dag.
Valskonur fagna marki í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Kristján Guðmunds­son, ann­ar af tveim­ur þjálf­ur­um Vals, var sátt­ur er hann mætti í viðtal til mbl.is eft­ir 3:0-sig­ur liðsins gegn Þór/​KA í dag.

„Við þurft­um að hafa ansi mikið fyr­ir því að vinna þenn­an leik. Við feng­um opin færi í fyrri hálfleik og Þór/​KA kom til baka og átti sín færi líka. En ein­hvern veg­inn hélst leik­ur­inn í jafn­vægi.

Við hefðum viljað fá meiri orku í fyrri hálfleik­inn en það kom kvefpest inn í hóp­inn sem ör­ugg­lega hafði áhrif á nokkra leik­menn sem spila veik­ar í dag.

Í upp­hafi seinni hálfleiks þurft­um við held­ur bet­ur að stand­ast áhlaup frá Þór/​KA og það tókst. Við rædd­um það vel fyr­ir leik­inn að varn­ar­leik­ur­inn yrði að vera í lagi og hann var þokka­lega í lagi. 

Þegar við fáum þessi upp­hlaup og skor­um þessi mörk sem við skor­um þá var það eitt­hvað sem við ætluðumst til þess að leik­menn myndu fram­kvæma. Kom­ast utan á teig­inn og finna svæðin á milli varn­ar­mann­anna þeirra,“ sagði Kristján í sam­tali við mbl.is eft­ir leik.  

Það tók Val lang­an tíma að brjóta ís­inn en fyrsta markið kom á 61. mín­útu.

„Ekk­ert skrítið, þær eru bún­ar að vinna báða sína leiki í fyrstu tveim­ur um­ferðunum og eru með mjög sterkt lið. Þær eiga nátt­úru­lega marka­hæsta leik­mann síðasta árs í sínu liði.

Við erum ennþá að búa okk­ar lið til og ennþá að kynn­ast þótt að það séu komn­ir nokkr­ir mánuðir. Nú eru komn­ir al­vöru leik­ir þannig að það kem­ur í ljós hvað leik­menn geta,“ sagði Kristján

Fé­laga­skipta­glugg­inn er ennþá op­inn, eruð þið eitt­hvað að skoða það að styrkja ykk­ur?

„Við erum að ræða það en það er ekk­ert fast í bíg­erð eða neitt slíkt. En það er al­veg upp á borði að fylgj­ast með ein­hverj­um hlut­um,“ sagði Kristján.

Sjö stig úr fyrstu þrem­ur leikj­un­um, eruð þið sátt með þessa byrj­un?

„Við get­um al­veg verið það. Við átt­um nátt­úru­lega að nýta fær­in í fyrsta leikn­um á móti FH og skora. Svo fékk maður á til­finn­ing­una að þetta ætlaði að vera pínu fram­hald, við vor­um ekki að nýta góð færi í fyrri hálfleik.

Liðið er að taka góð skref fram á við og verða betra en við erum að kynn­ast ennþá hvernig við tök­um á ein­hverj­um hlut­um í leikj­um. Þær eru að læra á okk­ur og við á þær, hvernig þær bregðast við í mis­mun­andi stöðum og von­andi er þetta nógu gott til að safna stig­um,“ bætti Kristján við að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert