FH hafði betur gegn FHL, 3:1, í 3. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í dag.
Eftir leikinn er FH á toppnum með sjö stig en FHL er í neðsta sæti ásamt Fram og Stjörnunni án stiga.
Fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði bæði mörk FH-liðsins í fyrri hálfleik. Fyrra kom strax á annarri mínútu en þá reyndi hún fyrirgjöf, eða skot, vinstra megin á vellinum sem fór alla leið í markið, 1:0.
Annað mark Örnu kom síðan undir lok fyrri hálfleiksins en þá stangaði hún hornspyrnu Birnu Kristínar Björnsdóttur í netið, 2:0.
Í fyrri hálfleik meiddist þó Íris Una Þórðardóttir í liði FH illa og gæti verið frá í einhvern tíma.
FHL minnkaði muninn á 51. mínútu með flottu marki. Þá þræddi Aida Kardovic Hope Santaniello í gegn sem fór framhjá Aldísi Guðlaugsdóttur markverði og skoraði, 2:1.
Maya Hansen kom FH aftur í tveggja marka forystu, 3:1, á 78. mínútu. Þá fékk hún sendingu frá Ingibjörgu Magnúsdóttur sem hafði unnið boltann, lék á varnarmenn FHL og skoraði gott mark.
FH heimsækir Þór/KA í á Akureyri í næstu umferð en FHL heimsækir Fram í nýliðaslag.
FH | 3:1 | FHL |
Opna lýsingu ![]() ![]() |
![]() ![]() |
---|---|---|---|---|
90. mín. FH fær hornspyrnu +5 | ||||
Augnablik — sæki gögn... |