Arna skoraði tvö þegar FH fór á toppinn

FH hafði bet­ur gegn FHL, 3:1, í 3. um­ferð Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu á Kaplakrika­velli í Hafnar­f­irði í dag. 

Eft­ir leik­inn er FH á toppn­um með sjö stig en FHL er í neðsta sæti ásamt Fram og Stjörn­unni án stiga.

Fyr­irliðinn Arna Ei­ríks­dótt­ir skoraði bæði mörk FH-liðsins í fyrri hálfleik. Fyrra kom strax á ann­arri mín­útu en þá reyndi hún fyr­ir­gjöf, eða skot, vinstra meg­in á vell­in­um sem fór alla leið í markið, 1:0. 

Annað mark Örnu kom síðan und­ir lok fyrri hálfleiks­ins en þá stangaði hún horn­spyrnu Birnu Krist­ín­ar Björns­dótt­ur í netið, 2:0. 

Í fyrri hálfleik meidd­ist þó Íris Una Þórðardótt­ir í liði FH illa og gæti verið frá í ein­hvern tíma. 

FHL minnkaði mun­inn á 51. mín­útu með flottu marki. Þá þræddi Aida Kar­dovic Hope Sant­aniello í gegn sem fór fram­hjá Al­dísi Guðlaugs­dótt­ur markverði og skoraði, 2:1. 

Maya Han­sen kom FH aft­ur í tveggja marka for­ystu, 3:1, á 78. mín­útu. Þá fékk hún send­ingu frá Ingi­björgu Magnús­dótt­ur sem hafði unnið bolt­ann, lék á varn­ar­menn FHL og skoraði gott mark. 

FH heim­sæk­ir Þór/​KA í á Ak­ur­eyri í næstu um­ferð en FHL heim­sæk­ir Fram í nýliðaslag. 

FH 3:1 FHL opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert