KR-ingar kjöldrógu Skagamenn

Aron Sigurðarson fagnar marki í kvöld.
Aron Sigurðarson fagnar marki í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

KR-ing­ar fóru með góðan sig­ur af hólmi þegar þeir mættu erkifjend­um sín­um af Skag­an­um í 4. um­ferð Bestu deild­ar karla. Skoruðu þeir fimm mörk gegn engu, þrátt fyr­ir að Skaga­menn hefðu svo sann­ar­lega fengið tæki­færi til þess að skora. 

Leikið var sem fyrr á heima­velli Þrótt­ara, þar sem fram­kvæmd­ir eru nú á KR-velli, og voru það Skaga­menn sem byrjuðu leik­inn ívið bet­ur. Lágu þeir til baka og treystu á að riðla spili KR-inga með skynd­isókn­um, og skall hurð nokkr­um sinni nærri hæl­um Vest­ur­bæ­inga í byrj­un leiks­ins.

Töpuðu KR-ing­ar bolt­an­um oft á miðsvæðinu þannig að skapaðist hætta af. Sókn­ar­menn Skaga­manna, þeir Vikt­or Jóns­son og Gísli Lax­dal fengu þannig báðir góð færi til þess að skora fyrsta mark leiks­ins á fyrstu tutt­ugu mín­út­un­um, en í öll skipt­in náði KR-vörn­in eða Hall­dór Snær Georgs­son, markvörður KR, að halda bolt­an­um fyr­ir utan lín­una.

Aron Sig­urðar­son, fyr­irliði KR-inga, braut loks ís­inn á 24. mín­útu, þegar hann náði að spila sig inn í víta­teig Skaga­manna eft­ir innkast KR-inga og lagði bolt­ann fram­hjá Árna Marinó, mark­mann Skaga­manna, sem þó var með hend­ur í bolt­an­um. 1:0 fyr­ir heima­menn og nokkuð gegn gangi leiks­ins ef horft var út frá fær­um.

Aron sneri til baka í kvöld eft­ir tveggja leikja bann, sem flest­um Vest­ur­bæ­ing­um þótti ósann­gjarnt, og var hann greini­lega óþreyju­full­ur að fá að sýna hvað í sér býr. Það var því kannski skrifað í ský­in að hann myndi opna marka­reikn­ing­inn í kvöld.

Markið hafði hress­andi áhrif á KR-inga sem komu sér nú bet­ur í leik­inn, en Skaga­menn voru þó áfram skeinu­hætt­ir. Bæði Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son og Vikt­or Jóns­son fengu þannig skot­færi, sem þeir nýttu illa. 

Upp­spil Skaga­manna brást hins veg­ar á 32. mín­útu, en þá átti Hauk­ur Andri Har­alds­son slæma þversend­ingu á miðjunni sem Luke Rae komst inn í. Þaut hann upp hægri kant­inn, lagði hann fyr­ir sig og skoraði með lag­legu skoti í fjær­hornið. Heima­menn höfðu þannig snúið leikn­um al­gjör­lega sér í vil.

Það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks voru KR-ing­ar nær því að skora þriðja markið en Skaga­menn að minnka mun­inn, og átti Eiður Gauti Sæ­björns­son skot í stöng á 35. mín­útu. Frá­kastið endaði hjá Matth­íasi Præst, en skot hans var varið. 

KR-ing­ar voru nokkuð sterk­ari í upp­hafi síðari hálfleiks, en Skaga­menn fengu þó áfram sín færi. Leik­ur­inn ein­kennd­ist þó af mun meiri barn­ing en í fyrri hálfleik.

Á 64. mín­útu náðu KR-ing­ar loks að nýta sér styrk sinn. Aron lagði þar bolt­ann inn á Matth­ías Præst, sem þakkaði fyr­ir sig, og skoraði jafn­framt sitt fyrsta mark fyr­ir Vest­ur­bæ­inga.

Úrslit leiks­ins voru þar með ráðin og eina spurn­ing­in hversu stór sig­ur KR-inga yrði. Aron Sig­urðar­son kór­ónaði stór­leik sinn með sínu öðru marki á 84. mín­útu, og Eiður Gauti Snæ­björns­son rak svo smiðshöggið á stór­sig­ur heima­manna tveim­ur mín­út­um síðar. 

Mörk breyta fót­bolta­leikj­um, og Skaga­menn munu ef­laust naga sig vel í hand­arbök­in yfir fær­un­um sem klúðruðust í fyrri hálfleik meðan staðan var enn marka­laus. KR-ing­ar hafa hins veg­ar bara einn gír, blúss­andi sókn­ar­bolta, og í kvöld sást hversu skeinu­hætt liðið get­ur verið þegar allt geng­ur upp, en þetta var jafn­framt fyrsti leik­ur liðsins þar sem þeir halda hreinu.

KR-ing­ar eru nú með sex stig eft­ir fjór­ar um­ferðir og sitja þeir sem stend­ur í þriðja sæti deild­ar­inn­ar. Skaga­menn sitja hins veg­ar eft­ir með þrjú stig í næst­neðsta sæti og hafa ekki unnið leik frá því í fyrstu um­ferð. 

Gísli Laxdal Unnarsson og Júlíus Mar Júlíusson í baráttunni í …
Gísli Lax­dal Unn­ars­son og Júlí­us Mar Júlí­us­son í bar­átt­unni í kvöld. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
KR 5:0 ÍA opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert