„Ólíkt okkur að skora ekki“

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór/​KA mátti þola 3:0-tap gegn Val í Bestu deild kvenna í knatt­spyrnu á Hlíðar­enda í dag. Jó­hann Krist­inn Gunn­ars­son, þjálf­ari Þór/​KA, var að von­um svekkt­ur er hann mætti í viðtal til mbl.is eft­ir leik.

„Ég er rosa­lega svekkt­ur með 3:0. Í fyrsta lagi er ég mjög svekkt­ur að fara ekki með neitt stig héðan og í öðru lagi er ég mjög ósátt­ur með hvað þetta eru ljót úr­slit fyr­ir mitt lið. Mér fannst í 60 mín­út­ur hefði þetta átt að vera jafn leik­ur.

Það er bara þannig að ef þú gef­ur smá færi á þér þá er beitt skynd­isókn­arlið eins og Val­ur rosa­lega fljótt að refsa. Þær gera það í dag þó að mér fannst við klauf­ar hvernig við miss­um bolt­ann í þess­um stöðum þegar þær sækja á okk­ur og þessi mörk koma. Ég er rosa ósátt­ur með að skora ekki, það er rosa ólíkt okk­ur að skora ekki.“

Þið byrjið seinni hálfleik­inn af krafti og fáið síðan víti á ykk­ur. Var það ekki frek­ar svekkj­andi? 

„Ég sá ekki al­menni­lega þetta víti en víti breyta leikj­um, mörk breyta leikj­um og þarna fékk Val­ur miða inn í stýris­húsið og alla leið upp í skip­stjóra­stól­inn.

Ég er samt ánægður með stelp­urn­ar hvað þær lögðu í þetta og ánægður með vik­una, dag­inn í dag og hvað þær lögðu á sig en ég er ekk­ert ánægður með leik­inn því þetta var ekki góður leik­ur, eða það er að segja fót­bolta­lega séð fyr­ir bæði lið, var þetta ekki góður leik­ur.

En Val­ur gerði bet­ur úr þess­um bar­áttu­leik og þær eiga sig­ur­inn skilið í dag. Við eig­um pínu skilið að vera ósátt­ar með okk­ur al­veg þangað til í fyrra­málið,“ sagði Jó­hann.

Sex stig úr fyrstu þrem­ur leikj­un­um, ertu sátt­ur með þessa byrj­un? 

„Ég er mjög sátt­ur en ég er ósátt­ur núna því ég tapaði núna, en svo get ég verið sátt­ur eft­ir næsta leik, þannig virk­ar þetta. Við erum á betri stað en í fyrra, ég er al­veg hand­viss um það.

Við erum betri, lyk­il­leik­menn eru betri, yngri leik­menn­irn­ir eru betri. En það er ekki þar með sagt að við spil­um alltaf frá­bæra leiki, það koma slæm­ir leik­ir inn á milli.

Þessi var ekk­ert spes hjá okk­ur, við vor­um meiri klauf­ar en við eig­um að vera. Við erum ósátt með það hvernig við af­hend­um Val hérna í rest­ina þenn­an leik.

Við verðum sátt þegar nýr dag­ur rís, það þýðir ekk­ert að grenja yfir þessu heil­lengi,“ sagði Jó­hann að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert