Réttlætiskenndin vaknar oft hjá mönnum

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks með boltann í dag.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks með boltann í dag. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Breiðablik komst hins veg­ar á topp­inn eft­ir 1:0-sig­ur þar sem Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son fyr­irliði skoraði sig­ur­markið.

Arn­ór Sveinn Aðal­steins­son aðstoðarþjálf­ari Breiðabliks mætti í viðtal eft­ir leik þar sem Hall­dór Árna­son gaf ekki kost á viðtali.

1:0 sig­ur í dag, hver eru fyrstu viðbrögð eft­ir leik­inn?

„Ég er stolt­ur af frammistöðunni fyrst og fremst, mætt­um frá­bæru liði hérna í dag. Við erum alltaf að vinna í okk­ar gild­um og hlut­um og taka því sem er hent á okk­ur. Sókn­ar­lega þurft­um við að vera þol­in­móðir, gegn gríðarlega sterk­um varn­ar­leik hjá Vestra­mönn­um. Ég var gríðarlega ánægður hvað við vor­um agaðir og skipu­lagðir í sókn­ar­leikn­um.

Svo er ég mest ánægður með varn­ar­leik­inn í dag, við vor­um ákveðnir og und­ir­bún­ir fyr­ir skynd­isókn­ir þeirra sem þeir eru gríðarlega góðir í. Í heild­ina er ég mjög stolt­ur af frammistöðunni,“ sagði Arn­ór við mbl.is.

Þið voruð heilt yfir afar góðir í dag og gáfuð fá færi á ykk­ur. Ert þú ekki sátt­ur við heild­ar­frammistöðuna í dag og heild­ar­brag­inn á liðinu?

„Jú, ég myndi segja það og það er mjög óraun­hæft að krefjast þess að and­stæðing­ur­inn fái aldrei færi. Sér­stak­lega þegar þú mæt­ir liði eins og Vestra sem er með sterka menn fram á við sem eru góðir í að spila sín á milli. Þess­ir þrír fremstu ná ansi vel sam­an í sam­spili og skynd­isókn­um. Heilt yfir er ég ánægður með góðan aga og ein­beit­ingu“.

Það var mikið spennu­stig niðri á hliðarlínu í leikn­um í dag. Var eitt­hvað sér­stakt í leikn­um sem olli því?

„Ég held að þetta hafi nú verið á pari, rétt­lætis­kennd­in vakn­ar oft hjá mönn­um. Ég held samt að þetta sé bara eins og vana­lega þegar það er mikið und­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert