Sannfærandi sigur Vals á Hlíðarenda

Valskonur fagna í dag.
Valskonur fagna í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Val­ur vann sterk­an 3:0-sig­ur gegn Þór/​KA í þriðju um­ferð Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu á Hlíðar­enda í dag.

Úrslit­in þýða að Val­ur er í öðru sæti með sjö stig en Þór/​KA er með sex stig í þriðja sæti.

Leik­ur­inn fór nokkuð ró­lega af stað. Valskon­ur voru meira með bolt­ann en sköpuðu sér lítið af fær­um. Gest­irn­ir voru þétt­ir fyr­ir og ógnuðu með skynd­isókn­um sín­um.

Ragn­heiður Þór­unn Jóns­dótt­ir fékk besta færi fyrri hálfleiks­ins fyr­ir Val á 36. mín­útu. Það kom eft­ir góða fyr­ir­gjöf frá Fann­dísi Friðriks­dótt­ur sem fann Ragn­heiði al­eina í teign­um en skot henn­ar var beint á Jessica Berl­in, markvörð Þórs/​KA.

Staðan var marka­laus í hálfleik. 

Eft­ir ró­lega byrj­un í síðari hálfleik fékk Val­ur víta­spyrnu á 61. mín­útu. Fann­dís átti fyr­ir­gjöf í hönd­ina á Bríeti Jó­hanns­dótt­ur og dæmdi Þórður Þor­steinn Þórðar­son, dóm­ari leiks­ins, víta­spyrnu.

Jor­dyn Rhodes fór á punkt­inn og skoraði af miklu ör­yggi, 1:0.

Á 70. mín­útu komst Val­ur í tveggja marka for­ystu eft­ir sjálfs­mark. Eft­ir skynd­isókn Vals átti Fann­dís send­ingu fyr­ir markið á Jasmín sem átti skot í Kolfinnu Eik El­ín­ar­dótt­ur og þaðan í markið.

Fann­dís inn­siglaði sig­ur Vals á 87. mín­útu. Varamaður­inn Nadía Atla­dótt­ir lagði bolt­ann á Fann­dísi hægra meg­in í teign­um sem átti fast skot sem Jessica Berl­in varði í markið.

Fleiri urðu mörk­in ekki í leikn­um og lok­aniðurstaða því sann­fær­andi 3:0-sig­ur Vals.

Val­ur 3:0 Þór/​KA opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert