„Við erum alveg himinlifandi hérna í KA“

KA-menn fagna í kvöld.
KA-menn fagna í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA vann fyrsta sig­ur sinn í Bestu-deild karla í dag. Lið FH var í heim­sókn á KA-vell­in­um en fyr­ir leik þá voru liðin í botnsæt­un­um með eitt stig hvort.

KA vann 3:2 eft­ir að FH hafði jafnað leik­inn í tvígang. Gam­an er að geta þess að seinna jöfn­un­ar­mark FH og sig­ur­mark KA komu á sömu mín­út­unni.

Hall­grím­ur Jónas­son, þjálf­ari KA, gat brosað í kamp­inn eft­ir leik eft­ir nokkuð erfiða byrj­un í deild­inni.

„Það er gott að fá fyrsta sig­ur­inn í hús. Við viss­um það að liðið þyrfti að vaxa inn í tíma­bilið. Við erum bún­ir að lenda í rosa­leg­um skakka­föll­um í vet­ur. Svo erum við bún­ir að tapa tveim­ur fyrstu úti­leikj­un­um, reynd­ar á móti mjög sterk­um liðum Vík­ings og Vals. Það hef­ur aðeins vantað svo ég gæti verið fylli­lega sátt­ur. Í dag sýnd­um við betri frammistöðu en áður. Við vor­um að berj­ast bet­ur sem heild, vor­um að pressa bet­ur og grimmd­in var til staðar. Það gerði allt létt­ara fyr­ir vörn­ina.

Mörk FH komu bæði upp úr horn­spyrn­um. Bolt­inn kem­ur inn í teig og bara spurn­ing um það hver nær hon­um. Seinna markið var svo sjálfs­mark. Þarna eru FH-ing­ar mjög sterk­ir og við viss­um það. Þeir voru með há­vaxið lið og eru góðir í að vinna fyrsta bolt­ann. Svo er það spurn­ing með ann­an bolt­ann. Við höndluðum þetta nokkuð vel í dag, þrátt fyr­ir mörk­in. Það er erfitt að eiga við FH í þess­um horn­spyrn­um.“ 

Þeir voru dug­leg­ir að dæla löng­um bolt­um inn á teig­inn. Verðið þið ekki að gera bet­ur í að verj­ast horn­um og þá eru hlut­irn­ir að fara í gang?

„Við erum al­veg him­in­lif­andi hérna í KA. Við höf­um eng­ar áhyggj­ur. Vinna mín snýst um það að láta lið okk­ar verða eins og við vilj­um vera, að okk­ar frammistaða sé góð. Þá vit­um við að stig­in munu koma. Nú er fyrsti sig­ur­inn kom­inn og byrj­un­in hjá okk­ur get­ur tal­ist í lagi. Mér fannst við flott­ir varn­ar­lega. Við sköp­um fullt af fær­um, fyr­ir utan mörk­in. Ég er bara mjög ánægður með þetta,“ sagði Hall­grím­ur að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert