„Fannst þetta vera klárt brot“

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Þetta var svekkj­andi,“ sagði Magnús Már Ein­ars­son þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar eft­ir 3:0-tap sinna manna gegn Fram í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í kvöld.

„Fram­ar­ar voru skarp­ari en við á lyk­il­stund­um í leikn­um, grimm­ari í teig­un­um og því fór eins og fór. Við vor­um að spila ágæt­lega úti á velli og kom­ast í ágæt­is stöður en það vantaði meiri ákveðni í síðasta þriðjung til að klára þetta,“ sagði Magnús í viðtali við mbl.is eft­ir leik.

Hvað hefði mátt fara bet­ur hjá ykk­ur í kvöld?

„Við fáum þrjú mörk á okk­ur sem er ekki gott, svo að sjálf­sögðu hefðum við geta var­ist bet­ur á þess­um augna­blik­um. Það var kafli í fyrri hálfleik þar sem Fram­ar­ar þjörmuðu ansi hressi­lega að okk­ur og við vor­um ekki nógu góðir.

Mér fannst við bregðast bet­ur í síðari hálfleik og gera bet­ur. Mér finnst 3:0 ekki end­ur­spegla gang leiks­ins, Fram­ar­ar eiga skilið sig­ur en mér fannst hann full stór miðað við gang leiks­ins.“ 

Í þriðja marki Fram vildu leik­menn Aft­ur­eld­ing­ar fá brot þegar Vuk Osk­ar Dimitrij­evic vann bolt­ann af Aroni Jóns­syni í aðdrag­and­an­um.

„Klárt brot. Aron er mjög heiðarleg­ur leikmaður og hann myndi ekki liggja í mín­útu meidd­ur ef það hefði ekki verið farið í hann. Mér fannst þetta vera klárt brot en þeir mátu þetta svona dóm­ar­arn­ir,“

Jök­ull Andrés­son markvörður Aft­ur­eld­ing­ar fór meidd­ur af velli í hálfleik. Jök­ull er lyk­il­leikmaður í liðinu og seg­ir Magnús að meiðslin séu smá­vægi­leg.

„Þetta er bara eitt­hvað smá­vægi­legt þannig ég reikna með að hann verði frá í nokkra daga. En Arn­ar [Daði Jó­hann­es­son] kom frá­bær inn í markið. Við erum með tvo góða mark­menn og Arn­ar stóð sig frá­bær­lega í seinni hálfleik,“

Aft­ur­eld­ing fær Stjörn­una í heim­sókn í næstu um­ferð. Magnús seg­ir að leik­ur­inn legg­ist vel í liðið. 

„Nú fáum við viku til að und­ir­búa þann leik og það er bara að gera það vel. Við þurf­um að reyna bæta ým­is­legt sem við hefðum geta gert bet­ur í dag og vera klár­ir í þann leik. Það er eng­in spurn­ing að það verður hörku­leik­ur og von­andi fáum við geggjað kvöld á Varmá og frá­bær­an stuðning eins og í síðasta heima­leik, “ sagði Magnús að lok­um.

Jökull Andrésson fór meiddur af velli í hálfleik.
Jök­ull Andrés­son fór meidd­ur af velli í hálfleik. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert