Knattspyrnumaðurinn Tumi Fannar Gunnarsson er genginn til liðs við Fylki að láni frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki.
Tumi Fannar er tvítugur miðjumaður sem skoraði eitt mark í einum bikarleik fyrir Breiðablik á þessu tímabili og lék fjóra leiki í Bestu deildinni á því síðasta.
Sumarið 2023 lék hann með venslafélaginu Augnabliki, alls 13 leiki í 3. deild þar sem Tumi Fannar skoraði tvö mörk.
Hann skrifaði nýverið undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út tímabilið 2027.