Gylfi sagði mér að taka vítið

Helgi Guðjónsson sendir boltann fyrir mark Vals í leiknum í …
Helgi Guðjónsson sendir boltann fyrir mark Vals í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Guðjóns­son, leikmaður Vík­ings úr Reykja­vík, var svekkt­ur með 1:1-jafn­tefli á úti­velli gegn Val í 4. um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar í fót­bolta.

Pat­rick Peder­sen jafnaði fyr­ir Val í seinni hálfleik og voru Vík­ing­ar ósátt­ir við vítið, sem Jónatan Ingi Jóns­son náði í.

„Mér fannst þeir fá ódýrt víti þegar þeir fóru af stað þegar all­ir eru að tala við dóm­ar­ann eft­ir að hann dæmdi auka­spyrnu. Upp úr því kem­ur vítið og þeir fá meðbyr eft­ir það. Við vor­um svo óheppn­ir að skora ekki í lok­in og ég er frek­ar svekkt­ur að fara ekki með þrjú stig héðan í dag,“ sagði hann.

Helgi var hárs­breidd frá því að skora sig­ur­mark Vík­ings í upp­bót­ar­tíma en Stefán Þór Ágústs­son varði glæsi­lega.

„Eft­ir að ég sneri mér við hélt ég að bolt­inn væri að fara inn, því ég fann snert­ing­una. Þeir bú­ast ekki við svona skalla en hann varði þetta vel.“

Helgi skoraði mark Vík­ings úr víti. Gylfi Þór Sig­urðsson leyfði Helga að taka vítið í þetta skiptið.

„Ég spurði Gylfa hvort hann vildi taka vítið en hann sagði mér að taka það. Gylfi er toppmaður og ör­ugg­ur á punkt­in­um. Ég fékk að taka það í kvöld og við sjá­um hver tek­ur það næst,“ sagði hann.

Helgi spilaði sem væng­bakvörður í dag og gerði vel í vörn­inni gegn áður­nefnd­um Jónatan.

„Hann er hörku­leikmaður sem hef­ur verið að spila vel. Mér fannst það tak­ast vel því hann fékk ekki úr miklu að moða í kvöld,“ sagði Helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert