Leiknismenn fá Víking

Jóhann Kanfory Tjörvason er genginn til liðs við Leikni.
Jóhann Kanfory Tjörvason er genginn til liðs við Leikni. Ljósmynd/Leiknir Reykjavík

Leikn­ir úr Reykja­vík hef­ur samið við knatt­spyrnu­mann­inn Jó­hann Kan­fory Tjörva­son um að leika með liðinu næstu tvö ár.

Jó­hann er 18 ára gam­all og kem­ur frá upp­eld­is­fé­lagi sínu Vík­ingi úr Reykja­vík.

Hann lék tvo leiki með Vík­ingi á yf­ir­stand­andi tíma­bili, einn í Bestu deild­inni og einn í bik­arn­um og hafði þar á und­an leikið einn deild­ar­leik með liðinu sum­arið 2023.

Jó­hann er sókn­arsinnaður miðjumaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert