Leiknir úr Reykjavík hefur samið við knattspyrnumanninn Jóhann Kanfory Tjörvason um að leika með liðinu næstu tvö ár.
Jóhann er 18 ára gamall og kemur frá uppeldisfélagi sínu Víkingi úr Reykjavík.
Hann lék tvo leiki með Víkingi á yfirstandandi tímabili, einn í Bestu deildinni og einn í bikarnum og hafði þar á undan leikið einn deildarleik með liðinu sumarið 2023.
Jóhann er sóknarsinnaður miðjumaður.