Öruggur sigur Fram á nýliðunum

Kennie Chopart kemur Fram yfir með fallegu skallamarki gegn Aftureldingu …
Kennie Chopart kemur Fram yfir með fallegu skallamarki gegn Aftureldingu á 20. mínútu. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram vann ör­ugg­an 3:0-sig­ur gegn nýliðunum í Aft­ur­eld­ingu í bestu deild karla í knatt­spyrnu í kvöld.

Fram er með sex stig í sjötta sæti deild­ar­inn­ar en Aft­ur­eld­ing er í ní­unda sæti með fjög­ur stig.

Viður­eign­in fór af stað með lát­um en strax á fyrstu mín­útu fékk Magnús Þórðar­son dauðafæri til að koma Fram yfir. Sig­urpáll Mel­berg Páls­son átti slaka send­ingu sem Fred Sarai­va komst inn í og barst bolt­inn til Magnús­ar sem var einn á móti mark­manni en Jök­ull Andrés­son varði frá hon­um.

Aðeins fimm mín­út­um síðar stangaði Kyle McLag­an bolt­ann í netið en Banda­ríkjamaður­inn var rang­stæður og markið stóð því ekki.

Á 20. mín­útu náði Fram for­yst­unni eft­ir mark frá fyr­irliðanum Kennie Chopart. Vuk Osk­ar Dimitrij­evic átti góða fyr­ir­gjöf inn í teig­inn þar sem Kennie mætti á ferðinni og stangaði bolt­ann í netið. 

Aðeins stund­ar­fjórðungi seinna tvö­faldaði Kyle McLag­an for­ystu Fram­ara. Fyr­ir­gjöf Har­alds Ein­ar Ásgríms­son­ar fann McLag­ana al­ein­an á fjær­stöng­inni sem lagði bolt­ann í netið.

Jök­ull Andrés­son markvörður Aft­ur­eld­ing­ar varði í tvígang vel í lok fyrri hálfleiks. Fyrst varði hann gott skot Fred og aðeins mín­útu síðar gerði hann virki­lega vel í því að verja skalla Magnús­ar.

Staðan var 2:0 fyr­ir Fram í hálfleik.

Elm­ar Kári Enes­son Cogic var ná­lægt því að minnka mun­inn fyr­ir Aft­ur­eld­ingu snemma í síðari hálfleik. Elm­ar Kári gerði vel í erfiðri stöðu í teign­um og lyfti bolt­an­um yfir Vikt­or Frey Sig­urðsson markvörð Fram en Kennie var mætt­ur á lín­una og skallaði bolt­ann frá.

Vuk Osk­ar Dimitrij­evic bætti við þriðja marki Fram­ara á 74. mín­útu. Freyr Sig­urðsson komst í gegn eft­ir að vinna bolt­ann af Aroni Jóns­syni í vörn Aft­ur­eld­ing­ar og lagði síðan bolt­ann á Vuk sem skoraði í autt markið.

Fleiri urðu mörk­in ekki í leikn­um og lok­aniðurstaðan var því 3:0-sig­ur Fram.

Fram 3:0 Aft­ur­eld­ing opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert