Eyjamenn í þriðja sætið eftir góðan útisigur

ÍBV vann góðan útisig­ur á Stjörn­unni, 3:2, í fjórðu um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu á heima­velli Stjörn­unn­ar í Garðabæn­um í kvöld.

Eft­ir leik er ÍBV komið með sjö stig í þriðja sæti en Stjarn­an er með sex stig í sjötta sæti.

Omar Sowe kom ÍBV yfir á 20. mín­útu með furðulegu marki. Þá fékk hann bolt­ann frá Oli­ver Heiðars­syni og var í bar­átt­unni við nokkra Stjörnu­menn inn á miðjum teign­um. Ein­hvern veg­inn rúllaði bolt­inn af Om­ari, eða ein­hverj­um öðrum, laus­lega í netið fram­hjá Árna Snæ Ólafs­syni markverði Stjörn­unn­ar, 0:1. 

Örvar Eggertsson úr Stjörnunni keyrir upp völlinn. Arnar Breki Gunnarsson …
Örvar Eggerts­son úr Stjörn­unni keyr­ir upp völl­inn. Arn­ar Breki Gunn­ars­son úr ÍBV verst. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eyja­menn héldu áfram að spila vel og á 32. mín­útu tvö­faldaði Bjarki Björn Gunn­ars­son for­ystu þeirra. Þá fékk hann bolt­ann rétt inn­an teigs eft­ir innkast og smellti hon­um slá­in inn, 0:2. 

Stjörnu­menn minnkuðu hins veg­ar mun­inn fjór­um mín­út­um síðar en þar var Sindri Þór Ingimars­son að verki. Hann fékk stutta send­ingu frá Guðmundi Bald­vin Nökkva­syni eft­ir auka­spyrnu og átti laust skot sem fór beint á Marcel Zapytowski markvörð Eyja­manna en rataði ein­hvern veg­inn í netið, 1:2.

Oli­ver kom síðan ÍBV í 3:1 á 78. mín­útu. Þá fékk hann bolt­ann frá Om­ari Sowe og keyrði upp hægra meg­in á vell­in­um. Oli­ver var gegn Sindra Þór og komst í skot­stöðu, lét vaða og skoraði gott mark. 

Stjörnu­menn reyndu hvað þeir gátu að koma sér aft­ur í leik­inn eft­ir mark Oli­vers og fékk Samú­el Kári Friðjóns­son dauðafæri til þess á 85. mín­útu en setti bolt­ann fram­hjá. 

Sindri Þór skoraði síðan sitt annað mark und­ir blálok leiks þegar hann setti bolt­ann í netið af stuttu færi eft­ir horn­spyrnu, 2:3, en það reynd­ist of seint. 

Stjarn­an heim­sæk­ir Aft­ur­eld­ingu í næstu um­ferð en ÍBV fær Vestra í heim­sókn. 

Stjarn­an 2:3 ÍBV opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert