Tvö víti og stigunum skipt á Hlíðarenda

Val­ur og Vík­ing­ur skildu jöfn, 1:1, í Reykja­vík­urslag í 4. um­ferð Bestu deild­ar karla í fót­bolta á Vals­velli á Hlíðar­enda í kvöld. Vík­ing­ur er með sjö stig í öðru sæti. Val­ur er í sjö­unda sæti með sex stig.

Leik­ur­inn fór ró­lega af stað og voru nán­ast eng­in færi á fyrstu 20 mín­út­un­um. Það breytt­ist á 21. mín­útu þegar Stíg­ur Dilj­an Þórðar­son var felld­ur inn­an teigs og víti dæmt. Helgi Guðjóns­son fór á punkt­inn, skoraði af ör­yggi og kom Vík­ingi yfir.

Þrem­ur mín­út­um síðar fékk Pat­rick Peder­sen besta færi Vals í hálfleikn­um en hann lagði bolt­ann fram­hjá úr markteign­um. Lítið var um opin færi það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks og voru gest­irn­ir því með eins marks for­skot í leik­hléi.

Bolt­inn var mikið á vall­ar­helm­ingi Vík­inga í seinni hálfleik en Vals­mönn­um gekk sem fyrr illa að skapa sér góð færi fram­an af.

Jöfn­un­ar­markið kom hins veg­ar á 64. mín­útu og það gerði Pat­rick Peder­sen úr öðru víti eft­ir að Gunn­ar Vatn­ham­ar tók Jónatan Inga Jóns­son niður inn­an teigs.

Vikt­or Örlyg­ur Andra­son var ná­lægt því að skora sig­ur­markið í upp­bót­ar­tíma en Stefán Þór Ágústs­son í marki Vals varði skalla hans stór­glæsi­lega og skiptu liðin því með sér stig­un­um. 

Val­ur 1:1 Vík­ing­ur R. opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert