Valur og Víkingur skildu jöfn, 1:1, í Reykjavíkurslag í 4. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Valsvelli á Hlíðarenda í kvöld. Víkingur er með sjö stig í öðru sæti. Valur er í sjöunda sæti með sex stig.
Leikurinn fór rólega af stað og voru nánast engin færi á fyrstu 20 mínútunum. Það breyttist á 21. mínútu þegar Stígur Diljan Þórðarson var felldur innan teigs og víti dæmt. Helgi Guðjónsson fór á punktinn, skoraði af öryggi og kom Víkingi yfir.
Þremur mínútum síðar fékk Patrick Pedersen besta færi Vals í hálfleiknum en hann lagði boltann framhjá úr markteignum. Lítið var um opin færi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og voru gestirnir því með eins marks forskot í leikhléi.
Boltinn var mikið á vallarhelmingi Víkinga í seinni hálfleik en Valsmönnum gekk sem fyrr illa að skapa sér góð færi framan af.
Jöfnunarmarkið kom hins vegar á 64. mínútu og það gerði Patrick Pedersen úr öðru víti eftir að Gunnar Vatnhamar tók Jónatan Inga Jónsson niður innan teigs.
Viktor Örlygur Andrason var nálægt því að skora sigurmarkið í uppbótartíma en Stefán Þór Ágústsson í marki Vals varði skalla hans stórglæsilega og skiptu liðin því með sér stigunum.
Valur | 1:1 | Víkingur R. |
Opna lýsingu ![]() ![]() |
![]() ![]() |
---|---|---|---|---|
90. mín. Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) á skalla sem er varinn Hársbreidd! Gylfi með aukaspyrnuna og Helgi með góðan skalla að marki en Stefán ver stórkostlega í horn. Vá! | ||||
Augnablik — sæki gögn... |