Fer úr Garðabænum til Akureyrar

Henríetta Ágústsdóttir í leik með Stjörnunni.
Henríetta Ágústsdóttir í leik með Stjörnunni. mbl.is/Eyþór Árnason

Knatt­spyrnu­kon­an Henrí­etta Ágústs­dótt­ir er kom­in til Þórs/​KA í láni frá Stjörn­unni en gengið var frá fé­lag­skipt­um henn­ar í dag.

Henrí­etta er 19 ára miðjumaður sem kom til Stjörn­unn­ar frá HK fyr­ir síðasta tíma­bil og lék alla leiki Garðabæj­arliðsins í Bestu deild­inni á síðasta tíma­bili.

Hún lék tvo af fyrstu þrem­ur leikj­um liðsins í þess­um mánuði en fer nú til Ak­ur­eyr­ar.

Henrí­etta á að baki tólf leiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert