Knattspyrnukonan Henríetta Ágústsdóttir er komin til Þórs/KA í láni frá Stjörnunni en gengið var frá félagskiptum hennar í dag.
Henríetta er 19 ára miðjumaður sem kom til Stjörnunnar frá HK fyrir síðasta tímabil og lék alla leiki Garðabæjarliðsins í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Hún lék tvo af fyrstu þremur leikjum liðsins í þessum mánuði en fer nú til Akureyrar.
Henríetta á að baki tólf leiki með yngri landsliðum Íslands.