Bjarki Björn Gunnarsson skoraði mjög flott mark í sigri ÍBV á Stjörnunni, 3:2, í fjórðu umferð Bestu deildarinnar í Garðabænum í gærkvöldi.
Omar Sowe kom Eyjamönnum yfir og Bjarki tvöfaldaði forystuna með skoti, sláin inn.
Sindri Þór Ingimarsson minnkaði síðan muninn fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en Oliver Heiðarsson kom ÍBV í 3:1 á 78. mínútu.
Sindri Þór bætti síðan við sínu öðru marki undir blálokin en það reyndist of seint, 2:3.
Mörkin og fleiri svipmyndir úr leiknum má sjá á YouTube-síðu Bestu deildarinnar og hér fyrir neðan.