Magnað mark Bjarka í Garðabænum (myndskeið)

Bjarki Björn Gunnarsson fagnar í gærkvöldi.
Bjarki Björn Gunnarsson fagnar í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarki Björn Gunn­ars­son skoraði mjög flott mark í sigri ÍBV á Stjörn­unni, 3:2, í fjórðu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar í Garðabæn­um í gær­kvöldi. 

Omar Sowe kom Eyja­mönn­um yfir og Bjarki tvö­faldaði for­yst­una með skoti, slá­in inn. 

Sindri Þór Ingimars­son minnkaði síðan mun­inn fyr­ir Stjörn­una í fyrri hálfleik en Oli­ver Heiðars­son kom ÍBV í 3:1 á 78. mín­útu. 

Sindri Þór bætti síðan við sínu öðru marki und­ir blá­lok­in en það reynd­ist of seint, 2:3. 

Mörk­in og fleiri svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá á YouTu­be-síðu Bestu deild­ar­inn­ar og hér fyr­ir neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert