Góð byrjun gerði útslagið í nýliðaslagnum

Alda Ólafsdóttir skorar annað mark Fram á 13. mínútu.
Alda Ólafsdóttir skorar annað mark Fram á 13. mínútu. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram náði í dag í sín fyrstu stig í Bestu deild kvenna í knatt­spyrnu með því að sigra Aust­fjarðaliðið FHL í nýliðaslag í Úlfarsár­daln­um, 2:0.

Fram er þar með þrjú stig eft­ir fjór­ar um­ferðir en FHL sit­ur eft­ir á botn­in­um, án stiga.

Fram hóf leik­inn af mikl­um krafti og strax á 4. mín­útu skoraði Sara Svan­hild­ur Jó­hanns­dótt­ir með skalla eft­ir fyr­ir­gjöf Öldu Ólafs­dótt­ur frá hægri, 1:0.

Fram­ar­ar juku for­skotið á 13. mín­útu þegar Alda fékk bolt­ann frá Unu Rós Unn­ars­dótt­ur í miðjum víta­teig, upp úr horn­spyrnu, og sendi hann í hægra hornið, 2:0.

Framliðið réð lög­um og lof­um á vell­in­um fyrstu 25 mín­út­urn­ar og lið FHL sá vart til sól­ar í vor­blíðunni í Úlfarsár­dal.

Sara Svanhildur Jóhannsdóttir fagnar eftir að hafa komið Fram yfir …
Sara Svan­hild­ur Jó­hanns­dótt­ir fagn­ar eft­ir að hafa komið Fram yfir á 4. mín­útu. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Úr því rætt­ist þó smám sam­an og Aust­f­irðing­ar voru sterk­ari aðil­inn síðasta kort­er hálfleiks­ins. Hope Sant­aniello skaut fram­hjá mark­inu úr dauðafæri á 28. mín­útu og besta færið kom 44. mín­útu þegar Aida Kar­dovic átti hörkuskalla eft­ir auka­spyrnu Calliste Brooks­hire frá vinstri en Elaina LaMaccia í marki Fram varði vel í horn. Staðan var því 2:0 í hálfleik.

Mackenzie Smith og liðsfélagar í Fram fagna marki í dag.
Mackenzie Smith og liðsfé­lag­ar í Fram fagna marki í dag. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

FHL var held­ur sterk­ara lengi vel í seinni hálfleik og Al­ex­ia Czerwien var næst því að minnka mun­inn á 55. mín­útu þegar hún skallaði yfir mark Fram eft­ir auka­spyrnu frá Calliste.

Eft­ir það var leik­ur­inn í nokkru jafn­vægi og liðin fengu ágæt hálf­færi til skipt­is. FHL skorti ávallt herslumun­inn til að koma sér í opin færi og sig­ur Fram­ara var aldrei í telj­andi hættu. Christa Björg Andrés­dótt­ir fékk besta færið í upp­bót­ar­tíma þegar hún skallaði yfir mark Fram eft­ir fyr­ir­gjöf frá Calliste.

M-gjöf­in úr leikn­um og ein­kunn dóm­ara birt­ast í Morg­un­blaðinu á mánu­dag­inn.

Fram 2:0 FHL opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert