Reiknar ekki með alvarlegum meiðslum

Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson. mbl.is/Óttar

Ingvar Jóns­son, markvörður Vík­ings úr Reykja­vík, kveðst ekki reikna með því að vera al­var­lega meidd­ur eft­ir að hann neydd­ist til þess að fara af velli í 3:2-sigri á Fram í Bestu deild­inni í knatt­spyrnu í gær­kvöldi.

„Þetta var bara ein­hver stíf­leiki fram­an í læri sem fór ekki þannig ég tók enga sénsa. Ég held að ég sé ekki tognaður og býst ekki við að þetta sé al­var­legt.

Ég býst ekki við að þetta sé lang­ur tími. Stefn­an er að vera klár í næsta leik,“ sagði Ingvar í sam­tali við Vísi.

Hann fór af velli á 78. mín­útu og lék vara­markvörður­inn Pálmi Rafn Ar­in­björns­son síðustu mín­út­urn­ar. Næsti leik­ur Vík­ings er á heima­velli gegn FH í Bestu deild­inni á sunnu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert