Af Víkingsvelli yfir á Þróttarvöll

Íslenska U21-árs liðið í leik á Víkingsvelli.
Íslenska U21-árs liðið í leik á Víkingsvelli. mbl.is/Karítas

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hef­ur samið við Þrótt úr Reykja­vík um að U21-árs landslið karla muni leika heima­leiki sína á Þrótt­ar­velli í Laug­ar­dal til árs­ins 2028.

U21-árs liðið hef­ur spilað á Vík­ings­velli und­an­far­in ár en fær­ir sig nú nær höfuðstöðvum KSÍ í Laug­ar­daln­um.

Íslenska liðið á fyr­ir hönd­um tvo vináttu­leiki í Egyptalandi í júní, gegn Egyptalandi og Kól­umb­íu, og hef­ur síðan leik í undan­keppni EM 2027 á heima­leik á Þrótt­ar­velli gegn Fær­eyj­um þann 4. sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert