Knattspyrnusamband Íslands hefur samið við Þrótt úr Reykjavík um að U21-árs landslið karla muni leika heimaleiki sína á Þróttarvelli í Laugardal til ársins 2028.
U21-árs liðið hefur spilað á Víkingsvelli undanfarin ár en færir sig nú nær höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum.
Íslenska liðið á fyrir höndum tvo vináttuleiki í Egyptalandi í júní, gegn Egyptalandi og Kólumbíu, og hefur síðan leik í undankeppni EM 2027 á heimaleik á Þróttarvelli gegn Færeyjum þann 4. september.