ÍBV fór illa með Gróttu

Olga Sevcova í leik með ÍBV gegn Gróttu.
Olga Sevcova í leik með ÍBV gegn Gróttu. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV vann ör­ugg­an sig­ur á Gróttu, 5:1, þegar liðn átt­ust við í ann­arri um­ferð 1. deild­ar kvenna í knatt­spyrnu á Þór­svell­in­um í Vest­manna­eyj­um í kvöld.

ÍBV er þar með komið á blað í deild­inni og er með þrjú stig eft­ir að hafa tapað í fyrstu um­ferð.

Grótta hef­ur tapað báðum leikj­um sín­um til þessa.

Olga Sevcova og All­i­son Lowrey skoruðu tvö mörk hvor fyr­ir ÍBV og Edda Dögg Sindra­dótt­ir eitt en Hulda Ösp Ágústs­dótt­ir skoraði mark Gróttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert