ÍBV vann öruggan sigur á Gróttu, 5:1, þegar liðn áttust við í annarri umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu á Þórsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld.
ÍBV er þar með komið á blað í deildinni og er með þrjú stig eftir að hafa tapað í fyrstu umferð.
Grótta hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa.
Olga Sevcova og Allison Lowrey skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV og Edda Dögg Sindradóttir eitt en Hulda Ösp Ágústsdóttir skoraði mark Gróttu.