Fylkir á toppinn eftir dramatík

Skallabarátta í leik HK og Hauka í Kórnum í kvöld.
Skallabarátta í leik HK og Hauka í Kórnum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Fylk­ir tyllti sér á topp­inn í 1. deild kvenna í knatt­spyrnu með því að vinna drama­tísk­an sig­ur á Grinda­vík/​Njarðvík, 3:2, í ann­arri um­ferð deild­ar­inn­ar í Árbæn­um í kvöld.

Fylk­ir er með sex stig á toppn­um og Grinda­vík-Njarðvík er í fimmta sæti með þrjú stig.

Grinda­vík/​Njarðvík náði for­yst­unni eft­ir aðeins sjö mín­útna leik þegar Tinna Hrönn Ein­ars­dótt­ir skoraði lag­legt mark; vinstra fót­ar skot hægra meg­in úr víta­teign­um sem hafnaði í sam­skeyt­un­um fjær.

Á 34. mín­útu jafnaði Berg­dís Fann­ey Ein­ars­dótt­ir met­in fyr­ir Fylki með marki úr víta­spyrnu.

Marija Radojicic kom Fylki svo yfir aðeins tveim­ur mín­út­um síðar með glæsi­legu skoti úr víta­teign­um sem fór í þverslána og inn.

Í upp­hafi síðari hálfleiks jafnaði Emma Phillips met­in fyr­ir gest­ina með góðum skalla eft­ir fyr­ir­gjöf úr auka­spyrnu af vinstri kanti.

Þegar virt­ist stefna í jafn­tefli skoraði Fylk­ir sig­ur­markið einni mín­útu fyr­ir leiks­lok. Það gerði Eva Stef­áns­dótt­ir eft­ir glæsi­leg­an sprett fram völl­inn og hnit­miðað skot vinstra meg­in úr víta­teign­um sem fór niður í hægra hornið.

Jafnt í Kefla­vík

Kefla­vík og KR skildu jöfn í Kefla­vík, 2:2, þar sem sömu­leiðis var mik­il drama­tík.

KR er í þriðja sæti með fjög­ur stig og Kefla­vík er í átt­unda sæti með eitt stig.

Kefla­vík náði for­yst­unni um miðjan fyrri hálfleik­inn þegar Íris Grét­ars­dótt­ir varð fyr­ir því óláni að skora sjálfs­mark.

Á 71. mín­útu kom Oli­via Simmons heima­kon­um í Kefla­vík í 2:0 og út­litið orðið gott.

KR-ing­ar gáf­ust hins veg­ar ekki upp því Íris, sem áður hafði skorað sjálfs­mark, minnkaði mun­inn fyr­ir KR.

Á fjórðu mín­útu upp­bót­ar­tíma jafnaði Maya Neal svo met­in fyr­ir Vest­ur­bæ­inga og tryggði drama­tískt jafn­tefli.

ÍA lagði Aft­ur­eld­ingu

ÍA fékk Aft­ur­eld­ingu í heim­sókn í Akra­nes­höll­ina og hafði bet­ur, 2:0.

ÍA er í sjötta sæti með þrjú stig en Aft­ur­eld­ing er í ní­unda sæti án stiga.

El­iza­beth Bu­eckers og Erna Björt Elías­dótt­ir skoruðu mörk Skaga­kvenna í fyrri hálfleik.

HK vann þá há­drama­tísk­an sig­ur á Hauk­um, 1:0, í Kórn­um.

Elísa Birta Kára­dótt­ir skoraði sig­ur­mark HK úr víta­spyrnu á fimmtu mín­útu upp­bót­ar­tíma.

HK er í öðru sæti með sex stig og Hauk­ar eru í sjö­unda sæti með þrjú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert